Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Real Madrid minnkaði forskot Barcelona á toppnum í fjögur stig eftir 2-1 útisigur á Deportivo Alaves í spænsku deildinni í kvöld. 14.12.2025 21:56
Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Jordan Henderson, miðjumaður Brentford, heiðraði fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, Diogo Jota, eftir að hafa skorað langþráð mark í 1-1 jafntefli gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 14.12.2025 21:22
Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Tindastóll, Keflavík og KR bættust í kvöld í hóp með Grindvíkingum yfir þau lið sem hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta. Það var ekki mikil spenna í leikjunum þremur. 14.12.2025 21:08
Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Knattspyrnumaður á Ítalíu gjörsamlega brjálaðist út í dómara leiks. Hann hótaði dómaranum á vellinum fyrst en beið svo færist í hálfleik til að ráðast á hann. 14.12.2025 21:01
Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Íslenska knattspyrnukonan Emelía Óskarsdóttir var á dögunum valin efnilegasti leikmaður tímabilsins hjá HB Köge, einu sterkasta fótboltaliði Danmerkur. 14.12.2025 20:30
Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Þriggja leikja sigurganga Hauks Þrastarsonar og félaga í Rhein-Neckar Löwen í þýsku Bundesligunni í handbolta endaði í kvöld. Haukur átti stórleik sem lofar góðu fyrir komandi Evrópumót með landsliðinu. 14.12.2025 19:54
Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í kvöld var tilkynnt um valið á besta leikmanni mótsins og leikmönnum í úrvalsliðinu. 14.12.2025 19:46
Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Hilmar Smári Henningsson og félagar í Jonava Hipocredit unnu tveggja stiga útisigur á Nevezis í lithásku körfuboltadeildinni í kvöld. 14.12.2025 19:20
Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Magdeburg hélt sigurgöngu sinni áfram í þýska handboltanum. 14.12.2025 19:11
Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Internazionale endurheimti toppsætið í ítalsku deildinni af nágrönnum sínum í AC Milan með því að sækja þrjú stig til Genóa í kvöld. 14.12.2025 19:00