Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði áherslu á breytingar á íslensku samfélagi og fjölbreytileika þess við setningu Alþingis í dag. Hann sagði að í stjórnarskrá mætti koma fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. 12.9.2023 15:13
„Þetta er gríðarlegt högg“ Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á. 12.9.2023 14:15
Helmingshækkun á stuðningi til einkarekinna fjölmiðla Gert er ráð fyrir helmingshækkun á stuðningi við einkarekna fjölmiðla á milli ára í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024. Útvarpsgjald hækkar um 3,5 prósent á milli ára. 12.9.2023 12:02
Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12.9.2023 11:04
Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12.9.2023 10:41
Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12.9.2023 10:06
Áfengis- og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12.9.2023 09:43
Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12.9.2023 08:58
Musk hafi tekið mynd af sér í miðjum keisaraskurði Tónlistarkonan Grimes segir Elon Musk, milljarðamæring og fyrrverandi kærastann hennar, hafa tekið mynd af sér þar sem gerður var á henni keisaraskurður við fæðingu eins barna þeirra. Þetta kemur fram í óútkominni ævisögu milljarðamæringsins sem erlendir slúðurmiðlar hafa undir höndum. 12.9.2023 08:31
Ekki vöruð við þúsund króna gjaldi fyrir hraðbankaúttekt Þúsund króna úttektargjald er lagt á viðskiptavini bankanna þegar þeir taka út fjárhæðir á kreditkortum sínum. Viðskiptavinir eru ekki varaðir við fyrir fram og furðar viðskiptavinur Landsbankans sig á því. Landsbankinn segir að ómögulegt að birta nákvæman kostnað við úttektir með kreditkortum þar sem gjaldskrár banka séu misjafnar. Engin viðvörun er heldur gefin í hraðbönkum Íslandsbanka og Arion banka. 12.9.2023 06:46