Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

658 börn á bið­lista eftir leik­­skóla­­plássi í Reykja­vík

658 börn 12 mánaða og eldri voru á bið­lista eftir leik­skóla­plássi í leik­skóla sem reknir eru af Reykja­víkur­borg þann 1. septem­ber síðast­liðinn. Þá eru 67 börn til við­bótar að bíða eftir flutningi úr sjálf­stætt starfandi leik­skóla.

Sam­tökin '78 hafi ekkert að gera með kyn­fræðslu

Fræðslu­stýra Sam­takanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í um­ræðum um kyn­fræðslu barna og ung­linga á sam­fé­lags­miðlum síðustu daga að sam­tökin fari með kyn­fræðslu í grunn­skólum. Heitar um­ræður hafa skapast um kyn­fræðslu barna í grunn­skólum og skjá­skot úr kennslu­efni sett fram á mis­vísandi hátt.

Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr

Kýr drápust í tveimur um­ferðar­slysum á Norður­landi um helgina, annars vegar í Hörg­ár­dal við Jónasar­lund á þjóð­veginum og hins vegar í Eyja­fjarðar­sveit. Ein kú drapst í Hörg­ár­dal en fjórar í Eyja­fjarðar­sveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins.

Ís­lendingar feta ó­troðnar slóðir í heimi sýndar­veru­leika

Ís­lenska hug­búnaðar­fyrir­tækið Aldin vinnur nú að gerð fyrsta ís­lenska tölvu­leiksins sem kemur út á PlaySta­tion 5 leikja­tölvuna. Um er að ræða sýndar­veru­leikinn Waltz of the Wizard sem sér­hannaður er fyrir PlaySta­tion VR 2 hjálminn.

Vaknaði „ein­hleypur“ við hlið kærustunnar í New York

Sigurður Ingvars­son, leikari, vaknaði í morgun við hlið Ölmu kærustunnar sinnar í New York, þangað sem þau eru ný­flutt. Honum kross­brá þegar vinur hans sendi honum slúður­frétt og sá að hann væri nú orðinn „ein­hleypur,“ í hið minnsta í um­fjöllun Smart­lands.

Gylfi lætur af störfum sem for­stjóri

Gylfi Ólafs­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunar­tíma.

Himin­lifandi í Háa­leitis­hverfi með eðli­legan þrýsting

Í­búar í Háa­leitis­hverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðli­legum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má um­ræður á í­búa­hópi. Veitur segja að bráða­birgða­tenging hafi verið tekin af plani og varan­leg tenging sett aftur á. Það sé ekki úti­lokað að þrýstingur hafi aukist við það.

Um­boðs­maður sendir Ás­mundi bréf vegna sam­einingar

Um­boðs­maður barna hefur sent Ás­mundi Einari Daða­syni, mennta-og barna­mála­ráð­herra bréf vegna sam­einingar Mennta­skólans á Akur­eyri og Verk­mennta­skóla Akur­eyrar. Óskar um­boðs­maður eftir upp­lýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hags­muni barna og hvort nem­endur hafi fengið að koma sjónar­miðum á fram­færi.

Ri­hanna og ASAP gáfu syninum ó­venju­legt nafn

Sonur banda­ríska tón­listar­fólksins Ri­hönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í er­lendum slúður­miðlum að nafnið vekji at­hygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans.

Ó­fremdar­á­stand í skilum árs­reikninga

Ríkis­endur­skoðun segir að ó­fremdar­á­stand ríki í skilum árs­reikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í til­kynningu frá stofnuninni. Einungis 148 aðilar hafa upp­fyllt skila­skyldu sína, eða um 22 prósent sjóða og stofnana. Þetta er litið al­var­legum augum.

Sjá meira