Tveir slasaðir eftir mótorhjólaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit. 16.9.2023 15:00
Myrti hvítvoðung sinn Kona á þrítugsaldri verður sótt til saka fyrir að hafa myrt nýfætt barn sitt stuttu eftir að hafa fætt það í gærmorgun í bænum Næstved á Sjálandi í Danmörku. 16.9.2023 13:54
Ók á 217 kílómetra hraða og á von á ákæru Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni í nótt sem reyndist aka á 217 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 16.9.2023 11:56
Hluthafar Eikar heimila samrunasamning við Reiti Hluthafar Eikar fasteignafélags hafa samþykkt að stjórn félagsins sé heimilt að gera samrunasamning við Reiti fasteignafélag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 16.9.2023 10:30
Sprenging í íbúðarhúsnæði við Stokkhólm Sprenging varð í íbúðarhúsnæði í Bro, bæ í útjaðri Stokkhóms í Svíþjóð í nótt. Engan sakaði vegna sprengingarinnar. 16.9.2023 09:53
Jón Gunnar Ottósson er látinn Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands er látinn. Hann var 72 ára að aldri. 16.9.2023 09:30
Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15.9.2023 16:55
Óraskaður dómur yfir manni sem kveikti í eigin veitingastað Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli manns sem kveikti í veitingastað sínum sumarið 2020 og gerði í kjölfarið tilraun til fjárssvika. Manninum er gert að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði og greiða áfrýjunarkostnað málsins. 15.9.2023 16:08
Ósáttir við fullyrðingar um iPhone geislun Apple hefur heitið því að uppfæra hugbúnað í iPhone 12 snjallsímum sínum í Frakklandi eftir að frönsk stjórnvöld felldu vöruna á sérstöku geislunarprófi. Fyrirtækið segist hinsvegar ekki sættast á niðurstöður franskra yfirvalda. 15.9.2023 15:18
Egill segir fjölskylduna fegna og segist ekki hafa sama áhuga Egill Helgason segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þáttastjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni áhuga á stjórnmálum nú en áður og segir fjölskylduna upplifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undirbúningi nýs sjónvarpsþáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er. 15.9.2023 13:40