Breyttu gönguleiðinni til að forðast gasmökk úr norðaustri Í ljósi þess vindur úr norðaustri feykir gasmekki yfir nýstikaða gönguleið að eldstöðvunum í dag hafa viðbragðsaðilar stikað nýja varaleið fyrir þá sem áhugasamir eru um að berja eldgosið augum. 25.3.2021 14:45
Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24.3.2021 14:42
Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. 24.3.2021 12:26
Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“ Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið. 23.3.2021 14:39
Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23.3.2021 12:10
Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal. 22.3.2021 16:38
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22.3.2021 14:27
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22.3.2021 12:29
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir óháðri úttekt á öllum leik og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandamála í Fossvogsskóla og segir viðbrögð borgarinnar skammarleg. Við fjöllum áfram um Fossvogsskóla í hádegisfréttum. 19.3.2021 11:24
Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19.3.2021 07:43