Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11.12.2019 12:15
Hafa áhyggjur af mjólkurbændum í Svarfaðardal í rafmagnsleysinu Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segist hafa mestar áhyggjur af bændum í rafmagnsleysinu. 11.12.2019 12:13
Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila "Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. 10.12.2019 20:30
Almenningur muni ekki leyfa stjórnmálastéttinni að þagga Samherjamálið niður Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. 6.12.2019 18:04
Játaði að hafa hrint sex ára dreng fram af Tate Modern Jonty Bravery, 18 ára táningur sem hrinti sex ára dreng fram af tíundu hæð listasafnsins Tate Modern í Lundúnum í haust, játaði í dag fyrir dómi að vera sekur um tilraun til manndráps. 6.12.2019 16:36
Skotárás í flotastöð í Flórída Tveir létu lífið og nokkrir særðust í skotárás í herstöð bandaríska flughersins í bænum Pensacola í Flórída í Bandaríkjunum á þriðja tímanum í dag. 6.12.2019 14:31
Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6.12.2019 13:19
Gætum lært af Hollendingum í baráttunni við stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. 5.12.2019 16:33
Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5.12.2019 13:17
Sakar Trudeau um að vera tvöfaldan í roðinu Myndband sem sýnir Boris Johnson, Justin Trudeau, Mark Rutte og Emmanuel Macron gera grín á kostnað Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum í dag. 4.12.2019 14:50