Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14.5.2024 12:00
Sýnist stefna í kapphlaup tveggja en útilokar þó ekki vendingar Stjórnmálafræðiprófessor segir að sú mynd sem nú teiknist upp í baráttunni um Bessastaði sé kapphlaup tveggja en þó sé alls ekki útilokað að fleiri geti blandað sér í það, enda ekki langt undan. Halla Tómasdóttir er hástökkvari í nýrri könnun Prósents. 13.5.2024 12:03
„Á endanum snýst þetta allt um peninga“ Kynningarfundur um lagareldisfrumvarpið hefði getað verið tölvupóstur að mati framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga því hvorki hafi verið boðið upp á spurningar né samtal. Hann segir frumvarpið ekki veita villtum laxastofnum næga vernd og að banna þurfi eldi á frjóum norskum laxi. 8.5.2024 19:33
„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. 8.5.2024 13:08
Bein útsending frá samstöðutónleikum í Háskólabíó í opinni dagskrá Í kvöld fara fram samstöðutónleikar fyrir Palestínu í Háskólabíó, á sama tíma og Hera Björk stígur á svið í Malmö. Skipuleggjendur tónleikanna segja mikilvægt að sýna samstöðu. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2. 7.5.2024 20:44
Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. 7.5.2024 19:49
„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. 7.5.2024 12:55
Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6.5.2024 19:30
Vilja vekja áhuga ungu kynslóðarinnar á töfrum klassískrar tónlistar Þrjár táningsstúlkur, sem hófu tónlistarnám á leikskólaaldri, hafa stofnað kammersveit og stefna hátt. Þær vilja höfða til ungu kynslóðarinnar og vekja áhuga hennar á töfrum klassískrar tónlistar. 28.4.2024 19:24
Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26.4.2024 19:34