Grindavíkurvegur áfram lokaður vegna skjálftavirkni Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi eftir að sprungur mynduðust á honum fyrr í kvöld. Vegurinn verður þó áfram lokaður vegna viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu. 10.11.2023 20:56
Vaktin: Kvikugangurinn virðist teygja sig undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10.11.2023 17:32
Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins. 24.10.2023 08:55
Umdeild auglýsing tekin úr birtingu: „Ég skammast mín ekkert fyrir hana“ Stórsöngvarinn Geir Ólafsson sér ekki eftir umdeildri auglýsingu sinni sem tekin var úr birtingu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga neinn og segir auglýsinguna, sem er fyrir Las Vegas-jólatónleika hans, byggja á sannsögulegum atburðum. 24.10.2023 06:46
Svarar tröllunum og segir soninn bara með stóran heila Paris Hilton svaraði nettröllum sem hafa gert grín að höfuðstærð sonar hennar. Að sögn Hilton er hinn níu mánaða Phoenix heilbrigður en með stóran heila. 23.10.2023 23:54
Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara. 23.10.2023 20:23
Anníe Mist ólétt CrossFit-kempan Anníe Mist Þórisdóttir er ólétt af öðru barni sínu. Hún greindi frá tíðindunum á Instagram. 23.10.2023 18:24
Eldsneyti sjúkrahúsa í Gasa að klárast og lík grafin í fjöldagröfum Eldsneytisbirgðir sjúkrahúsa í Gasa klárast á næstu dögum sem gæti haft hörmulegar afleiðingar. Talið er að 600 þúsund Palestínumenn hafi flúið norður-Gasa og tugir þúsunda leitað öruggs skjóls við spítala. Grafa þurfti hundrað manns í fjöldagröf til að rýma líkhús stærsta spítalans í Gasaborg. 16.10.2023 00:25
Stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans vegna íslamstrúar þeirra Maður í Illinois sem stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans alvarlega vegna íslamstrúar þeirra hefur verið ákærður fyrir morð og hatursglæp. 15.10.2023 23:03
Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15.10.2023 21:18