Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Boðar endur­fæðingu og nýjan ó­hefð­bundinn tón

Sigurður Sæ­var Magnús­son er 26 ára en hefur starfað sem mynd­listar­maður í sex­tán ár. Hann út­skrifaðist í júní frá Konung­legu lista­akademíunni í Haag og var hluti af úr­vals­sýningu út­skriftar­nema frá hollenskum lista­há­skólum. Sigurður boðar enda­lok á sinni vin­sælustu seríu og nýjan ó­venju­legan tón.

Ís­lendingar að renna út á tíma í málum aldraðra

Fimm hundruð eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og byggja þarf ígildi níu hjúkrunarheimila bara í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun í elstu hópum. Forstjóri Sóltún segir að þjóðin sé að renna út á tíma í málum aldraðra.

Líður eins og hún hafi verið notuð af Há­skóla Ís­lands

Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans.

Mikil­vægt að finna fyrir stuðningi þögla meiri­hlutans

Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta.

Ste­ve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes

Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni.

Inn­brots­þjófur náðist tvisvar á mynd sama dag

Innbrotsþjófur í Vesturbænum reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimelnum á dögunum. Hann er talinn hafa brotið bílrúðu á Hringbraut síðar sama dag. Innbrotstilraun hans náðist á upptöku.

Fjórir látnir eftir skot­á­rás í Flórída

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina.

Sjá meira