„Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 22:48 Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt þó dæmi séu um fólk sem fann ekki fyrir neinum áhrifum. Getty/aðsend Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar. Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar.
Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent