Eldur í bílskúr í Grindavík Eldur kviknaði í bílskúr á Vesturbraut í Grindavík rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Slökkvilið var fljótt á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins. Engum varð meint af og ekki er vitað um upptök eldsins. 9.12.2023 18:02
Mygla í samhæfingarstöð almannavarna Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum. 9.12.2023 00:05
Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. 8.12.2023 23:24
Leikarinn Ryan O'Neal látinn Bandaríski leikarinn Ryan O'Neal er látinn 82 ára að aldri. 8.12.2023 22:21
Íbúafundur fyrir Grindvíkinga á þriðjudag Bæjarstjóri Grindavíkur hefur boðað til íbúafundar fyrir Grindvíkinga í Laugardalshöll þriðjudaginn 12. desember næstkomandi. 8.12.2023 21:52
Hávær smellur þegar Rúrik brotnaði Rúrik Gíslason, fyrrverandi fótboltamaður og Ice Guys-meðlimur, braut á sér höndina í dag við tökur á sirkusatriði í þýskum sjónvarpsþætti. 8.12.2023 20:51
Ísland lýsir yfir stuðningi við fordæmalausa ákvörðun Guterres Norðurlöndin sendu í dag sameiginlegt bréf til forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og lýstu yfir stuðningi við ákvörðun Antonio Guterres, aðalritara samtakanna, að krefja öryggisráðið með formlegum hætti um viðbrögð við þeirri ógn við heimsfrið sem átökin á Gaza eru. 8.12.2023 20:12
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8.12.2023 19:51
Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8.12.2023 18:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ástandið á Gasa er fordæmalaust og samfélagið að hruni komið að sögn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Mótmælendur gerðu aðsúg að utanríkisráðherra á fundi um mannréttindasáttmálann í dag. 8.12.2023 18:15