Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

For­maðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu

Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun.

Nýjasta tíska ferða­langa? Að fljúga ber­bakt um há­loftin

Ferðalangar á leið í átta tíma flug með Icelandair til Seattle gátu ekki horft á sjónvarp um borð og gramdist það sumum. Þeim gafst þó gullið tækifæri til að taka þátt í nýjasta TikTok-trendinu, að fara berbakt í flug. Um er að ræða fullkomna ögunar- og núvitundaræfingu.

„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“

Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum.

Grayson Murray látinn að­eins þrjá­tíu ára

Bandaríski kylfingurinn Grayson Murray lést í morgun aðeins þrjátíu ára gamall. Dánarorsök Murray liggur ekki fyrir en hann hafði dregið sig úr keppni degi áður vegna veikinda.

Aug­lýst eftir ungum og efni­legum hökkurum

Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Formaður félagsins sem stendur að keppninni segir vöntun á yngra fólki. 

Millie Bobby Brown og sonur Bon Jovi orðin hjón

Breska leikkonan Millie Bobby Brown og bandaríska fyrirsætan Jake Bongiovi giftu sig við leynilega athöfn síðustu helgi. Parið hefur verið saman í tvö ár og trúlofuðu sig fyrir rúmu ári.

Allir um borð í rútunni Ís­lendingar

Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar.

Sjá meira