Einstæðingum á Selfossi boðið í mat á aðfangadagskvöld Þau Ásta Björk Ólafsdóttir og Sigurður Lárusson ætluðu fyrst að bjóða þeim sem verða einir á aðfangadagskvöld í mat heim til sín en þegar þau sáu að hópurinn yrði svona stór ákváðu þau að fá salinn lánaðan hjá Hvítasunnukirkjunni á Selfossi svo það væri nóg pláss fyrir alla. 23.12.2018 20:00
Skurðstofu sjúkrahússins á Selfossi lokað Ákveðið hefur verið að loka skurðstofu sjúkrahússins á Selfossi frá 1. janúar 2019. 19.12.2018 19:00
Ekkert smakk og ekkert vesen Til að losna við milliði hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. 16.12.2018 20:00
Rímnaljóð og myndlist á Suðurlandi Rímnaljóð og myndlist fer vel saman hjá félögum í Myndlistarfélagi Árnessýslu sem nota tímann vel fyrir jól til að mála og fara með skemmtilegar rímur. 15.12.2018 20:00
Skólabörn gáfu björgunarsveit eina og hálfa milljón króna Nemendur Sunnulækjarskóla á Selfossi gáfu Björgunarfélagi Árborgar eina og hálfa milljón króna en það eru peningar sem söfnuðust á góðgerðadögum skólans. 13.12.2018 11:00
Nýtt pósthús opnað á Selfossi Íslandspóstur hefur opnað nýtt pósthús á Selfossi við Larsenstræti 1. Húsið kostaði um þrjú hundruð milljónir króna í byggingu. 6.12.2018 09:45
Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Vinsamlega takið tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um KlausturBARmálið og KlausturBARþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta BAR aftan við Klaustur , enda skal rétt vera rétt“, segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. 5.12.2018 13:30
100 ára kvæðakona á Hvolsvelli María Jónsdóttir á Hvolsvelli er 100 ára kvæðakona en hún og Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sem er að verða 80 ára kveða oft saman stemmur. 2.12.2018 20:15
Nýir og betri gluggar í Skálholti Skipt hefur verið um alla glugga í Skálholtsdómkirkju en þeir voru orðnir meira og minna ónýtir. Fagmenn frá Þýskalandi voru fengnir í verkið. 1.12.2018 20:15
Kaþólska kirkjan byggir á Selfossi Kaþólska kirkjan á Íslandi hefur fengið lóð á Selfossi þar sem hún ætlar að byggja kirkju og safnaðarheimili. 30.11.2018 15:00