„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12.6.2024 20:08
Guðrún vill lagabreytingar ekki pólitísk afskipti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. 12.6.2024 19:22
Stækka gjaldsvæði eitt og tvö á bílastæðum í Reykjavík Stækka á gjaldsvæði 2 á bílastæðum í Reykjavík innan tíðar. Einnig verður stækkun á gjaldsvæði 1 við Háskóla Íslands. Stækkun gjaldssvæði við HÍ kemur til vegna þess að almenn gjaldtaka hefst á bílastæðum við skólann í haust. 12.6.2024 17:55
Vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar í Súðavík Héraðsdómur Vesturlands hefur samþykkt vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa stungið mann í Súðavík í gærkvöldi. Maðurinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er á frumstigi. 12.6.2024 17:28
Framkoman eftir flogið niðurlægjandi og meiðandi Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi. 12.6.2024 11:17
Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11.6.2024 23:39
Bjarni ferðaðist um Malaví með vélinni sem fórst Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það óhugnanlega tilfinningu að hugsa til þess að hann hafi aðeins fyrir nokkrum vikum ferðast innanlands í Malaví í sömu flugvél og varaforseti landsins, Saulos Chilima, var í þegar hann, og níu aðrir, létust í flugslysi í gær. 11.6.2024 22:47
Björguðu hesti úr sjálfheldu í Skagafirði Þrír straumvatnsbjörgunarmenn á vegum Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit björguðu í kvöld hesti úr sjálfheldu á sandhólma á Héraðsvötnum í Skagafirði. 11.6.2024 22:44
Mesta mengunin vegna gossins mælst í Skotlandi Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni í dag. Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir vindátt stjórna því hvert gosmóðan fer hverju sinni. Í dag hafi verið hægviðri í fyrsta sinn frá því að gosið hófst og því hafi móðan lagst yfir höfuðborgarsvæðið. 11.6.2024 21:47
Spacey á barmi gjaldþrots Leikarinn Kevin Spacey er á barmi gjaldþrots og hefur selt heimili sitt í Baltimore svo hann geti borgað reikninga. Leikarinn galopnaði sig í viðtali við breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan sem sýnt var í kvöld á Talk TV. 11.6.2024 21:13