Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Verð­lag á mat­vöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars

Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Ekki ráð­legt að drekka orku eða neyta einnar fæðutegundar

Ný norræn næringarviðmið voru gefin út nýlega. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti Landlæknis og næringarfræðingur, segir ekki miklar breytingar frá fyrri ráðleggingum. Það séu hærri viðmið um D-vítamín á Íslandi og að í nýjum ráðleggingum sé lögð meiri áhersla á að borða meira úr jurtaríkinu og minna rautt kjöt til að minnka kolefnisspor mataræðis. Jóhanna ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Ó­venju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun

Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun.  „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis.

Engin út­köll vegna vatns­leka í nótt

Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka.

Létt­skýjað og allt að fimm­tán stig á Suður- og Vestur­landi

Í dag er útlit fyrir norðlæga golu á landinu, en ákveðnari vindur austast. Dálítil rigning norðaustantil og svalt á þeim slóðum. Það verður yfirleitt léttskýjað og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi með hita að 15 stigum þegar best lætur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Frægir kynnar á ráð­stefnu Demó­krata

Kerry Washington, Tony Goldwyn, Mindy Kaling og Ana Navarro verða kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins sem hefst í Chicago í Illinois á morgun. Ráðstefnan stendur alla vikuna og mun hvert þeirra vera kynnir eina kvöldstund.

Tugir barna á bið eftir leik­­skóla­­plássi á höfuð­borgar­svæðinu

Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós. 

Sjá meira