Fagna aldarafmæli Djúpósstíflu sem bjargaði byggð í Þykkvabæ Þess var minnst með athöfn í Þykkvabæ í Rangárþingi síðdegis að eitthundrað ár eru frá því Djúpósstífla var reist. Stíflan er sögð hafa bjargað byggð í Þykkvabæ. 4.7.2023 22:11
Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta. 4.7.2023 12:00
Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3.7.2023 22:11
Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2.7.2023 22:11
Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. 30.6.2023 21:10
Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29.6.2023 21:48
Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28.6.2023 21:30
Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28.6.2023 12:00
Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27.6.2023 21:42
Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27.6.2023 12:02