Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Þrjár nýjar Airbus-þotur bætast í flota Icelandair í vetur. Þær koma til viðbótar þeim fjórum þotum sem félagið er þegar búið að fá afhentar frá evrópska flugvélaframleiðandum. Þar með verða alls sjö Airbus A321LR-þotur komnar í rekstur félagsins fyrir næsta vor. 17.8.2025 09:39
Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, tefst um þrjá mánuði hið minnsta. Ástæðan er óleyst kærumál vegna verkútboðsins en Vegagerðin hafnaði tveimur lægstu tilboðunum. 13.8.2025 13:31
Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Minkur sem borgarbúi á gönguferð meðfram Elliðaám myndaði neðan Elliðavatnsstíflu í fyrradag virtist afar gæfur og lét ekki manninn trufla sig, þótt hann stæði aðeins nokkra metra frá honum. 12.8.2025 20:35
Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Fyrsti fundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í fundaferð til undirbúnings samgönguáætlun hefst á Akureyri síðdegis í dag. Ráðherrann hyggst á næstu tveimur vikum halda opna íbúafundi í öllum landshlutum. Þeim lýkur með innviðaþingi í Reykjavík. 12.8.2025 13:50
Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. 11.8.2025 09:29
Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. 9.8.2025 10:22
Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá lax sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. 5.8.2025 22:44
Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gagnrýndur af öðrum vísindamanni, Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi, fyrir að spá því að ekki sé langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. 4.8.2025 07:27
Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. 3.8.2025 16:00
Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Áttatíu ára afmælis Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum í Skagafirði verður minnst með samverustund sem hefst við virkjunina klukkan ellefu í fyrramálið, sunnudag. Eigandi virkjunarinnar, Orkusalan, stendur fyrir afmælisfögnuðinum, sem er hluti af hátíðardagskrá Síldarævintýrisins á Siglufirði. 2.8.2025 21:21