Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. 25.6.2023 07:44
Ungabörn blánað eftir notkun Gripe Water Foreldrar ungabarna hafa lent í vandræðum með náttúrudropa sem kallast Gripe Water og börnin næstum kafnað á þeim. Ungbarnavernd mælir ekki með notkun þeirra frekar en annarra náttúrulyfja. 25.6.2023 06:46
Dorrit fagnar hvalveiðibanninu og lýsir eigin reynslu af dýrunum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er ánægð með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva hvalveiðar. Hún segir þó rétt að greiða hvalveiðimönnum bætur. 24.6.2023 17:31
Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. 24.6.2023 13:38
Brautskráningar Háskóla Íslands Alls brautskrást 2.832 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri. Vísir streymir frá brautskráningunni sem haldin er í Laugardalshöll. 24.6.2023 09:31
Fluttur þungt haldinn á spítala eftir hættulega líkamsárás á skemmtistað Lögreglan handtók einstakling eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var brotaþoli fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur þungt haldinn á spítala. 24.6.2023 07:32
Kindum beitt á örfoka land í Krýsuvík Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt. 24.6.2023 06:46
ÁTVR mátti neita að selja koffíndrykk Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var í dag sýknuð af kröfum heildsölunnar Distu vegna ákvörðunar um að selja ekki koffíndrykk. 23.6.2023 16:52
Minnast Árna Johnsen með hlýju: Bóngóður vinur sem sat aldrei auðum höndum Árni Johnsen, þingmaður, tónlistarmaður og blaðamaður, var jarðsunginn í dag frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Samferðamenn hans í pólitík og öðrum störfum minnast hans með hlýju. 23.6.2023 15:30
Mosfellingar semja um næturstrætó Mosfellingar hyggjast taka upp akstur næturstrætó á nýjan leik líkt og Reykvíkingar hafa gert. Bæjarstjóri segir þetta öryggismál fyrir ungt fólk. 23.6.2023 15:03