Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að tefla lífskjarasamningum í hættu með því að semja á forsendum Blaðamannafélags Íslands. 30.10.2019 19:52
Þrefalt fleiri gætu orðið fyrir áhrifum vegna hækkunar sjávarstöðu Þéttbýl svæði eins og Suður-Víetnam gæti farið alveg undir sjó þegar um miðja öldina. 30.10.2019 18:32
Blaðamenn greiddu atkvæði með vinnustöðvunum Fyrsta vinnustöðvun blaðamanna verður föstudaginn 8. nóvember og nær til vefmiðla. 30.10.2019 17:34
Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29.10.2019 23:00
Dómstóll stöðvar ströng þungunarrofslög Alabama Lögin áttu að taka gildi 15. nóvember og hefðu bannað þungunarrof í nær öllum tilfellum, jafnvel þegar kona hefur verið fórnarlamb nauðgunar eða sifjaspells. 29.10.2019 21:10
Samþykktu þingkosningar 12. desember Afgerandi meirihluti í neðri deild breska þingsins samþykkti að flýta þingkosningum í samræmi við tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra. 29.10.2019 20:40
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29.10.2019 20:12
Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29.10.2019 19:22
Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29.10.2019 18:01
Tafir á rannsókn barnaklámsmáls „óafsakanlegar“ Maður sem var tekinn með þúsundir barnaklámsmynda fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess að ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir að hann var handtekinn. 28.10.2019 07:30