Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23.3.2020 13:57
Læknar ósáttir við að vera „fallbyssufóður“ Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. 23.3.2020 11:47
Ný smit ekki verið færri frá því faraldurinn toppaði í Suður-Kóreu Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. 23.3.2020 10:46
Sögur af endurkomu dýralífs vegna faraldursins orðum auknar Samfélagsmiðlafærslur með röngum fullyrðingum um að dýralíf blómstri vegna minni umsvifa manna í kórónuveirufaraldrinum hafa farið á mikið flug undanfarna daga. 20.3.2020 23:28
Tveir þingmenn Viðreisnar í sóttkví Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður flokksins eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. 20.3.2020 21:12
Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20.3.2020 20:57
Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20.3.2020 20:09
Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. 20.3.2020 18:54
Konan sem lýst var eftir fundin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Áslaugu Eik Ólafsdóttur. 20.3.2020 17:57
Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19.3.2020 23:57