Íþróttaleikir í borginni eina sem er talið tengja smit í Eyjum Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. 19.3.2020 23:21
Ísland undanþegið útflutningsbanni ESB á lækningavörum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti að leiðrétta reglugerð um útflutningsbann á lækningavörum þannig að það nái ekki til EFTA-ríkjanna innan evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal Íslands. 19.3.2020 22:40
Blaðamenn sömdu við SA Skrifað var undir kjarasamning á milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í dag. 19.3.2020 21:29
Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19.3.2020 19:07
Steypubílsþjófurinn sem var handtekinn á vettvangi bruna í síbrotagæslu Karlmaður á þrítugsaldri sem var handtekinn á vettvangi bruna í Veltusundi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu í fjórar vikur. Sami maður var handtekinn fyrir að stela steypubíl og reyna að stinga lögreglu af í síðustu viku. 19.3.2020 18:41
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19.3.2020 18:15
Blautklútar sem er hent í salerni skapa álag á hreinsistöðvar Mikið álag er nú á búnaði og starfsfólki hreinsistöðva fráveitu Veitna í Klettagörðum og Ánanaustum vegna þess að magn blautklúta sem hent er í klósett virðist hafa aukið margfalt undanfarna daga. 19.3.2020 17:49
Reyna að tryggja skólastarf í faraldrinum Samráðshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur kallað saman á að reyna að tryggja að námi og kennslu í skólum verði haldið uppi þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn sem geisar nú. 14.3.2020 11:14
Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. 10.3.2020 16:41
Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2.3.2020 09:00