Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ósannindum þjóðarleiðtoga um veiruna eytt af samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi.

Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn

Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu.

Orban fær ótímabunduð tilskipanavald

Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“.

Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður

Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana.

Netanjahú kominn í sóttkví og Hamas herðir aðgerðir á Gasa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Hamas-samtökin smíða nú fjöldamiðstöðvar fyrir sóttkví á Gasaströndinni í flýti.

Hundruð sem drukku tréspíra gegn veirunni látin

Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið.

Innkalla lasagna sem málmbiti fannst í

Innflytjandi grænmetislasagna hefur innkallað vöruna vegna þess að málmbiti fannst í henni. Matvælastofnun varar við neyslu á grænmetislasagna frá Amy‘s Kitchen og hvetur neytendur sem eiga slíka vöru að neyta hennar ekki og farga henni.

Sjá meira