Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27.5.2020 14:51
Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27.5.2020 11:25
Egypskir læknar kenna stjórnvöldum um dauða félaga sinna Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. 26.5.2020 16:50
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26.5.2020 14:43
Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. 26.5.2020 13:55
Aðeins tvö virk smit eftir í landinu Tveir eru nú eftir í einangrun vegna kórónuveirusmits á Íslandi samkvæmt opinberum tölum. Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1.804. 26.5.2020 12:55
Forsætisráðherrann fékk ekki að hitta móður sína fyrir andlátið Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. 26.5.2020 11:59
Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26.5.2020 11:12
Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26.5.2020 10:30
Dæmdur morðingi gæti náð kjöri sem forseti Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. 25.5.2020 14:41