Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29.6.2021 08:47
Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27.6.2021 23:30
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27.6.2021 20:16
„Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27.6.2021 19:49
Stækka Snæfellsjökulsþjóðgarð á afmælinu Umhverfisráðherra skrifaði undir reglugerð um stækkun Snæfellsjökulsþjóðgarðs í dag. Garðurinn fagnar tuttugu ára afmæli sínu á morgun. 27.6.2021 18:36
Leita áhorfanda sem olli stórum árekstri á Tour de France Franska lögreglan leitar nú að kvenkyns áhorfanda sem olli meiriháttar árekstri fjölda keppenda í fyrsta áfanga Tour de France-hjólreiðakeppninnar í gær. Áhorfandinn hélt á skilti og hallaði sér í veg fyrir hjólreiðagarpana. 27.6.2021 17:38
Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26.6.2021 23:36
Tvístruðu gleðigöngu í Istanbúl með táragasi Tyrkneska lögreglan skaut táragasi á fólk sem tók þátt í gleðigöngu hinsegin fólks í Istanbúl í dag. Á þriðja tug manna voru handteknir en borgaryfirvöld höfðu lagt bann við hátíðinni. 26.6.2021 22:59
Snowden telur frétt Stundarinnar drepa málið gegn Assange Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden telur að frétt Stundarinnar um lygar íslensks vitnis bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Kjarni ákærunnar gegn Assange tengist þó ekki framburði íslenska vitnisins. 26.6.2021 22:24
Þrjár konur létust í árásinni í Würzburg Þrjú fórnarlömb árásarmanns sem gekk berserksgang með eggvopni í borginni Würzburg í Bæjaralandi í gær voru öll konur, að sögn lögregluyfirvalda. Hann særði auk þess fimm aðrar konur og eitt barn. 26.6.2021 20:14