Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hraðpróf nóg fyrir bólusetta sem ferðast til Englands

Ekki verður lengur krafist að erlendir ferðamenn sem eru fullbólusettir taki svonefnt PCR-próf eftir komuna til Englands frá og með 24. október. Ferðalöngum dugar að taka hraðpróf innan tveggja daga eftir komuna.

Kona látin eftir sprenginguna í Gautaborg

Sænska lögreglan segir að kona sem hefur legið særð á sjúkrahúsi eftir sprenginguna í íbúðarblokk í Gautaborg í síðasta mánuði sé látin. Karlmaður sem er grunaður um að hafa borið ábyrgð á sprengingunni fannst látinn í síðustu viku.

Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa

Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær.

Bogmaðurinn vistaður á heilbrigðisstofnun

Ákvörðun var tekin í gær um að vista karlmann sem varð fimm manns að bana í Kongsberg í Noregi á heilbrigðisstofnun. Lögregla krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir honum.

Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk

Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn.

Gosið á Reykjanesi með langvinnari en smærri gosum

Eldgosið sem hófst í Geldingadölum á Reykjanesi í mars er það fjórða langvinnasta af þeim samfelldu gosum sem hafa orðið á 20. og 21. öldinni. Rúmmál gosefna í því er hins vegar í minnsta lagi.

Sjá meira