Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað

Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 

Losunar­mark­mið ríkis­stjórnarinnar nær ekki til Evrópu

Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 

Reikna með ó­venju­hlýjum vetri á norður­skautinu vegna á­hrifa La niña

Reiknilíkön benda til þess að óvenjuhlýr vetur verði nyrst og norðaustast á norðurskautinu og í Asíu vegna La niña-veðurfyrirbrigðisins í Kyrrahafi. Þó að La niña tengist yfirleitt tímabundinni lækkun meðalhita jarðar er reiknað með að hiti verði víða yfir meðaltali vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.

Heimatilbúin sprengja fannst í Mánatúni

Torkennilegur hlutur sem fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík var heimatilbúin sprengja samkvæmt heimildum Vísis. Þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitar lögreglu þar í nótt.

Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi

Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda.

Heim­sóknum á Kvía­bryggju af­lýst vegna smitaðs gests

Öllum heimsóknum gesta í fangelsið á Kvíabryggju hefur verið aflýst næsta daga eftir að barn sem kom þangað í heimsókn á sunnudag greindist smitað af Covid-19. Einn fangi er í sóttkví og nokkrir aðrir í smitgát.

Sjá meira