Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15.6.2022 18:46
Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. 15.6.2022 17:54
Lúðvík fær ekki að áfrýja dómi í meiðyrðamáli sínu til Hæstaréttar Hæstiréttur hafnaði ósk Lúðvíks Bergvinssonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn ritstjóra Viðskiptablaðsins og útgáfufélags þess. Málið var ekki talið hafa verulegt almennt gildi. 15.6.2022 17:30
Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. 14.6.2022 23:52
Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14.6.2022 22:23
Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14.6.2022 22:00
Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14.6.2022 19:00
Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14.6.2022 18:36
Greiða forráðamönnum barna á biðlista eftir leikskólaplássi Forráðamenn barna sem eru tólf mánaða og eldri og eru á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ geta greitt frá bæjarfélaginu þar til börn þeirra hafa fengið pláss. Greiðslurnar geta numið allt að rúmum 90.000 krónum. 14.6.2022 17:41
Reyndi að flýja lögreglu á hlaupum Ökumaður bifreiðar sem lögreglumenn hugðust stöðva gaf í og reyndi að komast undan. Lögreglumenn hlupu hann uppi eftir að hann yfirgaf bifreiðina og reyndi að komast undan á tveimur jafnfljótum. 14.6.2022 17:29