Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos. 5.2.2024 20:43
Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu, að gera þetta. Það var bara ekki annað hægt,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur ehf. í samtali við fréttastofu vegna hópuppsagnar sem fór fram hjá fyrirtækinu um nýliðin mánaðamót. 2.2.2024 14:58
Alveg sama um hvaða liði kaupandi Arsenal-hússins haldi með Frægt blátt hús við Aðalstræti 5 á Akureyri, sem hefur gjarnan verið kennt við enska fótboltaliðið Arsenal, er komið á sölu. Eignin er fjögurra herbergja sérhæð í steyptu tvíbýli og tæplega fimmtíu milljóna verðmiði er settur á það. 2.2.2024 13:39
Vafasamt að dómari meti hvenær barn gefi samþykki fyrir kynmökum Umboðsmaður barna hefur sent Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra bréf varðandi kynferðisbrot gegn börnum. Þar er því haldið fram að vafasamt sé að dómari leggi mat á það hvenær barn veiti samþykki fyrir kynmökum. 2.2.2024 09:10
Óttast að kirkjugarður verði skotmark í deilum rappara Viðbúnaður við kirkjugarð í Texas-ríki Bandaríkjanna hefur verið aukinn vegna deilna rapparanna Nicki Minaj og Megan Thee Stallion. 1.2.2024 15:32
Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. 1.2.2024 15:18
Kona í gæsluvarðhaldi vegna andláts barnsins Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. 1.2.2024 11:56
Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1.2.2024 09:00
Ákærður fyrir að gabba lögregluna með sprengjuhótun: „Höfuð og hjörtu barna ykkar munu springa“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að senda tvær sprengjuhótanir sem bárust með tæplega 25 mínútna millibili í gegnum tölvupóst seint á febrúarkvöldi 2023. 1.2.2024 07:00
Ekki gefið upp hvort grunaði ISIS-liðinn hafi mannslíf á samviskunni Talið er að maður, sem var handtekinn á Akureyri þann tólfta janúar og fluttur til Grikklands ásamt fjölskyldu sinni samdægurs, sé virkur meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þær upplýsingar fengu íslensk stjórnvöld frá erlendum samstarfsaðilum, líkt og Europol og Interpol. 31.1.2024 17:01