Búið að slökkva eldinn í Húsaskóla Búið er að slökkva eld sem kviknaði í þaki Húsaskóla í Grafarvogi í dag. Skólinn hefur verið tæmdur og öllum börnum komið í skjól í nálægu íþróttahúsi. 25.3.2024 15:09
Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25.3.2024 14:21
Kvörtun Axels Péturs vísað frá Kvörtun Axels Péturs Axelssonar, sem hefur hug á að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hefur verið vísað frá Persónuvernd. 25.3.2024 14:03
Sparkaði í ólétta konu og réðst á móður hennar Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á tvær konur, mæðgur. Árásirnar áttu sér stað á sama tíma, þann fjórtánda desember 2021. 25.3.2024 12:13
Þriggja ára nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Ómar Örn Reynisson, 27 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem var gestur á heimili hans árið 2020. Ómar Örn hafði áður verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraði, en Landsréttur mildaði dóminn. 22.3.2024 15:43
Illa fengin dekk uppspretta dómsmáls Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Vesturlands vegna dekkja. 22.3.2024 15:13
Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22.3.2024 14:13
Hæstiréttur tekur ekki fyrir níu ára gamalt nauðgunarmál Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Fjölnis Guðsteinssonar, sem hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Landsrétti í desember fyrir nauðgun sem átti sér stað í júní 2015. 22.3.2024 12:02
Umboðsmaður Alþingis sækir um hjá Hæstarétti Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, er á meðal þeirra sem sótti um laust sæti dómara við Hæstarétt. Fjórir sóttu um embættið, sem var auglýst þann fyrsta mars síðastliðinn, en umsóknarfrestur rann út átjánda mars. 22.3.2024 09:58
Vökuliðar telja framboðslista Röskvu ókjörgengan Kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands fara fram þessa stundina. Meðlimir Vöku hafa sent erindi til kjörstjórnar kosninganna vegna framboðs Röskvu til stúdentaráðs, sem þeir telja ólöglegt vegna frambjóðanda sem þeir vilja meina að sé ókjörgengur. 21.3.2024 14:45