Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vand­ræða­saga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingar­tussa“ og Face­book-þumallinn

„Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða.

Skammast sín vegna skotárásarinnar

Ronald Rowe, settur forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service, segist skammast sín vegna skotárasar sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda.

Sagði móður ekki heila á geði og fær skömm í hattinn

Ummæli Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns, sem gætti hagsmuna föður drengs í forsjármáli, í garð móður drengsins þóttu aðfinnsluverð að mati úrskurðarnefndar lögmanna. Nefndin segir að hún hafi gengið of langt með gífuryrðum um andlega heilsu móðurinnar.

Grunaður á­rásar­maður sau­tján ára gamall

Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina

Skoða dóms­átt í barnaníðsmáli ís­lensks morðingja

Réttarhöldum í máli Daníels Gunnarssonar hefur verið frestað um nokkra daga vegna þess dómsátt milli hans og ákæruvaldsins er í undirbúningi. Á síðasta ári var hann dæmdur fyrir morð og limlestingu á líki, en málið sem nú er fyrir dómstólum varðar brot gegn barni.

Rann­saka þátt rútubílstjóra sem fylgdist með hraðanum í síma

Ökumaður rútu sem valt við Fagranes í Öxnadal þann fjórtánda júní síðastliðinn er sakborningur í rannsókn lögreglu á slysinu. Á meðal þess sem lögreglan er með til skoðunar er hvort reka megi slysið til gáleysis af hálfu bílstjórans sem mun hafa notast við hraðamæli á GPS-búnað í síma til að fylgjast með hraða rútunnar.

Sjá meira