Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tæp­lega átta­tíu börn með stöðu sak­bornings í ofbeldismálum

Sakborningar sem eru börn í ofbeldisbrotamálum eru 79 talsins fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Átta börn stöðu sakbornings í kynferðisbrotamálum. Þá hafa fjörutíu börn stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum en 63 í ofbeldisbrotamálum.

Telur röð til­viljana hafa orðið til þess að á­rásin átti sér stað

Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað.

Vildi skutla far­þega heim á undan blóðugum manni

Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús.

„Fyrir mér virðist ég vera mjög auð­velt fórnar­lamb“

Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka.

Sjá meira