Óvinnufær eftir átök á bráðamóttökunni: „Ég óttaðist um líf mitt“ Hjúkrunarfræðingur segir að stimpingar milli hennar og sjúklings á bráðamóttökunni í maí 2022 hafa haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér. Hún hafi ekki getað mætt til vinnu í það eina og hálfa ár sem er liðið frá þessu og það hafi haft mikil áhrif á líf hennar. 6.11.2023 08:00
Hávær hvellur ómaði víða um Reykjavík Borgarbúar víða um Reykjavík virðast hafa orðið varir við háværan hvell eða hvelli um ellefuleytið í kvöld. Líklega er um flugelda að ræða. 5.11.2023 23:39
Meintar farsímanjósnir ástæðan fyrir hnífsárás Karlmaður var á föstudag sakfelldur í Héraðdómi Reykjaness fyrir líkamsárás í garð nágranna síns og fyrir að eyðileggja síma hans og stinga á dekk á bíl hans. 5.11.2023 22:21
Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. 5.11.2023 18:33
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður félagsins Ísland-Palestína sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna átakanna á Gasa vera Íslendingum til skammar á samstöðufundi fyrir Palestínu í dag. Við sýnum frá fundinum og förum yfir stöðuna hið ytra. 5.11.2023 18:05
Mikill léttir að vera heima en ekki í Laugardalnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um einstakling sem var að banka á hurðir á fjölbýlishúsi í dag. Þegar lögreglu bar að garði sá hún einstaklinginn sofandi ölvunarsvefni í sameign fjölbýlishússins. 5.11.2023 17:30
Skilorð fyrir að taka tvisvar um háls barnsmóður sinnar Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mána skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað árið 2019 og 2020. 4.11.2023 20:13
Niðurlægjandi og meiðandi verknaður ekki bara líkamsárás heldur nauðgun Maður sem hafði verið dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stinga fingri sínum í endaþarm annars manns hlaut þyngri dóm Í Landsrétti. Ástæðan er sú að Landsréttur telur brot mannsins ekki bara vera líkamsárás, heldur líka nauðgun. 4.11.2023 15:22
Sýn og Árvakur hljóta mest Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár. 4.11.2023 14:37
Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. 4.11.2023 09:52