Katrín fékk gervipíku að gjöf Þrír ráðherrar af ellefu ráðherrum hafa birt lista á vef stjórnarráðsins yfir þær gjafir sem þeir fengu í embætti árið 2023. Það er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 18.1.2024 22:29
„Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18.1.2024 22:12
„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. 18.1.2024 21:25
Kærir ráðherra fyrir að skipa Ástráð sem ríkissáttasemjara Dr. Aldís G. Sigurðardóttir hefur lagt fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna ákvörðunar Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að skipa Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara. 18.1.2024 07:01
„Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. 17.1.2024 23:00
Reyndi að kveikja eld í fjölbýlishúsi í Hlíðunum Einstaklingur reyndi í dag að kveikja eld í anddyri fjölbýlishúss í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Hann var handtekinn vegna málsins og vistaður í fangageymslu. 17.1.2024 20:49
Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. 17.1.2024 18:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Það er full ástæða til að stjórnvöld skoði sérstaka lagasetningu fyrir Grindavík vegna nýliðinna atburða að mati forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem telja að ekki verði hægt að búa í bænum á næstu misserum, árum eða jafnvel áratugum. 17.1.2024 18:01
Ákærður fyrir að brjótast inn í sumarhús og brenna það til kaldra kola Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir húsbrot og stórfelld eignaspjöll með því að brjótast inn í sumarhús og kveikja í því, með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. 17.1.2024 07:01
Talin hafa stolið lyfjum í vinnunni Kona, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, hefur verið ákærð fyrir að stela lyfjum af spítalanum. 16.1.2024 23:35