Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Anton Corbijn heiðurs­gestur RIFF

Anton Corbijn, hollenskur kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari, verður einn heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næsta mánuði. Einhverjar kvikmyndir hans verða sýndar á hátíðinni.

Stoltur faðir fegurðar­drottningar gekk frá Gleðigöngunni með ó­bragð í munni

Faðir fyrrverandi sigurvegara Miss Universe Iceland krefst þess að forsvarsmenn Gleðigöngunnar, sem fór fram um helgina, biðjist afsökunar á gjörningi sem hann telur að hafi niðurlægt keppendur fegurðarsamkeppna. Þar talar hann um eins konar lukkudýr sem líktist nauti og var merkt „Miss young Iceland“ og var sjáanlegt í Gleðigöngunni.

Bay segir skilið við Smith

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Bay er sagður hafa lokið störfum í framleiðslu kvikmyndar sem hann átti að leikstýra. Fyrirhugað er að Will Smith muni leika aðalhlutverk myndarinnar, en hann og Bay eru sagðir hafa verið á öndverðum meiði.

Hver er Enda­kallinn frá Ibiza?

Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið.

Sjá meira