Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Á undanförnum árum hefur lögreglunni hér á landi borist upplýsingar um erlenda menn hér á landi með tengsl við hryðjuverkasamtök. Þá hefur það gerst að erlendir einstaklingar hér á landi hafi lýst sig fylgismenn hryðjuverkasamtaka íslamista. 10.4.2025 09:48
Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt einstakling í heimahúsi sem er grunaður um líkamsárás. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar vegna árásarinnar. 10.4.2025 06:57
Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma. 10.4.2025 06:43
Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Tveir karlmenn hafa hvor um sig verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, en þar af verða sjö mánuðir skilorðsbundnir, vegna hylmingar í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. 9.4.2025 12:18
Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi „Kannski er ég bara svona gömul, en mér finnst þetta neikvætt,“ segir Linda Baldursdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, spurð um hvort það sé gott fyrir pör að djamma mikið hvort í sínu lagi. 9.4.2025 12:03
Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, sem eiga skemmtistaðinn Röntgen og veitingastaðinn Skreið í Reykjavík, munu taka við rekstri pílustaðarins Bullseye, sem er staðsett í gamla Austurbæjarbíói. 9.4.2025 09:12
Arctic Adventures kaupir Happy Campers Arctic Adventures hefur fest kaup á öllu hlutafé í Happy Campers. Frá þessu er greint í tilkynningu, en Happy Campers, sem var stofnað árið 2009, hefur starfrækt húsbílaleigu hér á landi, en velta félagsins mun hafa verið um einn milljarður á síðasta ári. 9.4.2025 08:35
Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9.4.2025 06:57
Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Elon Musk, auðugasti maður heims og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kallaði Peter Navarro, einn helsta ráðgjafa forsetans í tollamálum, „heimskari en múrsteinahrúgu“ í færslu á X 8.4.2025 22:12
Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests. 8.4.2025 20:05