Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Höfuðborgarsvæðið og Suðurland hafa bæst í hóp þeirra landshluta þar sem gul viðvörun er nú í gildi. Viðvaranirnar eru vegna eldinga- og þrumuveðurs. 15.8.2025 16:30
Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ „Sjókvíeldislaxinn sem veiddist um nóttina 14. ágúst var sjókvíeldislax, en ætlaður eldislax í talningu Fiskistofu, allavega að hluta til, reyndist vera hnúðlax. Það eru þeirra mistök. Við getum bara sagt það eins og er.“ 15.8.2025 15:52
Bieber fékk sér smók í Skagafirði Nýtt tónlistarmyndband kanadísku poppstjörnunnar Justins Bieber er tekið upp hér á landi, sér í lagi í Fljótunum í Skagafirði. 15.8.2025 11:34
Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Netið datt út í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun. Um öryggisráðstöfun var að ræða. 15.8.2025 11:06
Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta. 14.8.2025 17:00
Gular viðvaranir í þremur landshlutum Gular viðvaranir munu taka gildi í þremur landshlutum um helgina. Það er í Breiðafirði, á Vestfjörðum, og á Ströndum og Norðurlandi vestra. 14.8.2025 11:47
Hall og Oates ná sáttum Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi. 13.8.2025 17:03
Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása. 13.8.2025 15:18
„Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Magnús Jóhannesson, eða Maggi í Brekkukoti, lamaðist fyrir neðan mitti þegar hann lenti í slysi fyrir fjórtán árum. Hann býr í sveit og á sem stendur erfitt með að ferðast um. Hann safnar sér því fyrir draumafararskjótanum. 13.8.2025 13:38
Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Anton Corbijn, hollenskur kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari, verður einn heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næsta mánuði. Einhverjar kvikmyndir hans verða sýndar á hátíðinni. 13.8.2025 07:01