Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fékk hvorki að setja eigið nafn né dul­nefni á þættina sína

Nafn Dóru Jóhannsdóttur, eins handritshöfundar sjónvarpsþáttanna Húsó, birtist ekki á skjám landsmanna þegar þættirnir voru sýndir á Rúv í byrjun árs. Né birtist dulnefni hennar, Hekla Hólm, sem hún hafði beðið um að stílað yrði á þættina.

Segir Banda­ríkin ekki geta ráðist inn

Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi.

Tchéky Karyo látinn

Tyrkneski leikarinn Tchéky Karyo er látinn 72 ára að aldri. Fjölskylda Karyo greinir frá andláti hans, en banamein hans mun hafa verið krabbamein.

Segir hernum að undir­búa á­rás á Nígeríu

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi.

Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í saman­burði við margt annað

Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað.

Sjá meira