Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent. 2.2.2022 10:32
Tugir með meira en 500 milljónir undir í Controlant Vísissjóðurinn Frumtak 2, stærsti hluthafi Controlant, seldi fjórðung af eignarhlut sínum í íslenska tæknifyrirtækinu í fyrra. Hluthöfum fjölgaði töluvert á árinu 2021 og nú eiga fleiri en 90 hluthafar eignarhlut sem er metinn á meira en 100 milljónir króna. Þetta má lesa úr hluthafalista Controlant við árslok 2021 sem Innherji hefur undir höndum. 2.2.2022 07:52
Íslenski markaðurinn ódýr, einkum ef Marel er tekið út fyrir sviga Sé litið á helstu verðkennitölur íslenska hlutabréfamarkaðarins þá eru þær nokkuð lægri borið saman við helstu markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta á einkum við ef Marel, langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni hér á landi, er undanskilið í slíkum samanburði. 1.2.2022 20:08
Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna. 1.2.2022 14:37
Lífeyrissjóðir færast nær kaupum á fimmtungshlut í Mílu Hópur íslenskra lífeyrissjóða er langt kominn með að ganga frá kaupum á um tuttugu prósenta hlut í Mílu, dótturfélagi Símans, fyrir vel yfir fimmtán milljarða króna, bæði í eigin nafni og eins í gegnum nýjan framtakssjóð í rekstri Summu sem mun sérhæfa sig í fjárfestingum í innviðum. 31.1.2022 06:01
Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29.1.2022 11:03
Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28.1.2022 09:22
Gjöfult ár fyrir vogunarsjóði sem skiluðu margir yfir 50 prósenta ávöxtun Ávöxtun flestra íslenskra vogunarsjóða, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar í verðbréfum margfalt, var umtalsvert betri í fyrra en á árinu 2020 í umhverfi þar sem markaðsaðstæður einkenndust af miklum verðhækkunum hlutabréfa flestra félaga í Kauphöllinni. 28.1.2022 07:01
Vandinn á fasteignamarkaði verður ekki leystur með aðeins vaxtahækkunum Vandi fasteignamarkaðarins hér á landi verður ekki leystur með vaxtahækkunum Seðlabankans þótt líklega muni það leiða til þess að „menn rói sig aðeins“ og meiri ró komist yfir markaðinn. 27.1.2022 18:20
Metinnflæði í hlutabréfasjóði drifið áfram af fjárfestingum almennings Ekkert lát var á stöðugu innflæði í innlenda hlutabréfasjóði á síðasta mánuði ársins 2021 en þá námu fjárfestingar í slíkum sjóðum, að frádregnu útflæði, tæplega 2,4 milljörðum króna. 27.1.2022 13:18