Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjárfestar selt sig út úr sjóðum fyrir um sjö milljarða á þremur mánuðum

Nær stöðugt útflæði hefur verið úr innlendum hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum samtímis miklum óróa og verðhruni á verðbréfamörkuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar á þessu ári og vaxtahækkunum beggja vegna Atlantshafsins vegna hækkandi verðbólgu og verðbólguvæntinga.

Fossar styrkja fjárhagsstöðuna samhliða því að verða fjárfestingabanki

Fossar réðust í hlutafjáraukningu upp á liðlega 850 milljónir króna í síðasta mánuði til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins samhliða því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki. Eigið fé Fossa nemur nú rúmlega 1,1 milljarði króna, samkvæmt upplýsingum Innherja, en eitt af skilyrðum þess að fá fjárfestingabankaleyfi er að vera með að lágmarki fimm milljónir evra, jafnvirði um 700 milljónir króna, í eigið fé.

VÍS og Landsbréf seldu sig út úr í Loðnuvinnslunni í fyrra

VÍS seldi allan eignarhlut sinn í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði á liðnu ári en tryggingafélagið var áður næst stærsti hluthafi útgerðarfyrirtækisins með 4,62 prósenta eignarhlut. Þá seldu einnig tveir sjóðir í stýringu Landsbréfa rúmlega 0,6 prósenta hlut sinn í Loðnuvinnslunni.

Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar

Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði.

Akta byggir upp stöðu í Skel og komið í hóp stærstu hluthafa

Akta hefur í þessum mánuði verið að kaupa bréf í Skel, sem áður hét Skeljungur, og fer nú að lágmarki með rúmlega 1,2 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum tvo sjóði í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins. Í krafti þess eignarhlutar er Akta tíundi stærsti hluthafi Skel en núverandi markaðsvirði þeirra bréfa er um 370 milljónir króna.

Akur hagnast um 1.200 milljónir eftir hækkun á virði Ölgerðarinnar

Hagnaður af rekstri framtakssjóðsins Akurs, sem er í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka, nam um 1.203 milljónum króna á árinu 2021 borið saman við 1.466 milljónir á árinu þar áður. Hagnaður síðasta árs skýrist af hækkun á virði eignarhlutar sjóðsins í Ölgerðinni.

CRI hættir við áform um skráningu vegna óróa á mörkuðum

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, hefur horfið frá fyrri áformum um skráningu á Euronext Growth markaðinn í Osló í Noregi. Unnið er nú að öðrum leiðum til að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, sem er meðal annars í eigu fjárfestingarfélagsins Eyris Invest, og gert er ráð fyrir að þeirri fjármögnun ljúki síðar á árinu.

Samþykkja samruna Oaktree og Alvotech og skráning boðuð í næstu viku

Mikill meirihluti hluthafa sérhæfða yfirtökufélagsins Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti fyrr í kvöld öfugan samruna við íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum, og að hlutabréf Alvotech verði tekin til viðskipta á Nasdaq markaðnum í New York daginn eftir.

Mæla með kaupum í Nova og verðmeta félagið á yfir 22 milljarða

Hlutafé Nova, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni síðar í þessum mánuði, er metið á rúmlega 22,2 milljarða í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af IFS Greiningu í aðdraganda hlutafjárútboðs fjarskiptafélagsins sem stendur nú yfir og klárast næstkomandi föstudag.

Sjá meira