Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verð­bólgunni

Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan.

Kvika ræðst í hag­ræðingu og segir upp á annan tug starfs­manna

Innan við einum mánuði eftir innkomu Ármanns Þorvaldssonar sem nýs bankastjóra Kviku hefur bankinn ráðist í uppsagnir þvert á svið samstæðunnar. Stöðugildum innan bankans var þannig fækkað um liðlega fjögur prósent í aðgerðum dagsins í dag sé tekið mið af heildarstarfsmannafjölda félagsins, samkvæmt upplýsingum Innherja. 

Klárar sína fyrstu fjár­festingu með kaupum á 40 prósenta hlut í KAPP

Sjóðurinn IS Haf, sem fjárfestir í haftengdri starfsemi, hefur gengið frá kaupum á 40 prósenta eignarhlut í tæknifyrirtækinu KAPP og mun sömuleiðis leggja félaginu til aukið hlutafé til frekari vaxtar. Þetta er fyrsta fjárfesting sjóðsins, sem er um tíu milljarðar að stærð og að stærstum hluta í eigu ÚR, Brim og lífeyrissjóða, en stjórnendur hans telja umtalsverð vaxtartækifæri vera til staðar fyrir íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi.

Vilja fella niður margar tak­markanir á fjár­festingar­heimildum líf­eyris­sjóða

Seðlabankastjóri tekur undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um að rétt sé að afnema margar af þeim magnbundnu takmörkunum sem gilda um íslensku lífeyrissjóðanna, eins og meðal annars hámark á eignarhald í einstökum félögum, samhliða auknu eftirliti með starfsemi þeirra og bættri áhættustýringu. Starfshópur sem vinnur að grænbók um lífeyrissjóðakerfið er nú með til skoðunar að leggja til slíkar breytingar.  

Bók­sal tapaði 1,6 milljarði eftir að hafa selt stöður sínar í hluta­bréfum

Fjárfestingafélagið Bóksal, sem var um skeið umsvifamikið á innlendum hlutabréfamarkaði, losaði um nær allar stöður sínar í skráðum félögum á liðnu ári samhliða því að greiða upp um fimm milljarða króna skuld við lánastofnanir. Félagið, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, tapaði tæplega 1,6 milljarði króna á árinu 2022. 

Akta tapar 50 milljónum sam­tímis því að eignir í stýringu minnka um fimmtung

Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið með tæplega 50 milljóna króna tapi á fyrri árshelmingi en eignir í stýringu minnkuðu um liðlega fimmtung samhliða erfiðum aðstæðum á mörkuðum og áframahaldandi innlausnum fjárfesta í helstu fjárfestingasjóðum í rekstri fyrirtækisins. Kaup Akta sjóða á eigin bréfum á tímabilinu verðmeta félagið á liðlega einn og hálfan milljarð króna.

Al­vot­ech með nýja um­sókn til FDA um markaðs­leyfi fyrir sitt stærsta lyf

Verulegur samdráttur varð í sölutekjum Alvotech á öðrum fjórðungi ársins, sem námu um sjö milljónum Bandaríkjadala, borið saman við tekjur fyrsta ársfjórðungs en íslenska líftæknilyfjafélagið hætti meðal annars samstarfi sínu við STADA á tímabilinu. Alvotech hefur skilað inn endurnýjaðri umsókn til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta hliðstæðulyf sem það væntir að verði komið á markað vestanhafs í ársbyrjun 2024.

Guð­mundur Fer­tram fjár­festir í Colop­last fyrir um 700 milljónir

Forstjóri og stofnandi Kerecis mun kaupa bréf í Coloplast fyrir nálægt 700 milljónir íslenskra króna að markaðsvirði samhliða hlutafjáraukningu sem alþjóðlegi heilbrigðisrisinn hefur boðað til í tengslum við kaupin á íslenska fyrirtækinu. Á morgun, síðasta dag ágústmánaðar, verða jafnvirði um 150 milljarðar króna greiddir út í erlendum gjaldeyri til hluthafa Kerecis. 

Verð­bólgu­á­lagið á markaði rýkur upp eftir ó­vænta hækkun verð­bólgunnar

Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp í morgun eftir birtingu hagtalna sem sýndu að vísitala neysluverðs hefði hækkað nokkuð meira í ágústmánuði en spár greinenda gerðu ráð fyrir. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til viðvarandi hárra verðbólguvæntinga og nefndi seðlabankastjóri að það skipti öllu máli fyrir framahaldið að ná þeim niður.

Sjá meira