Kaldalón boðar frekari vöxt og eigendur Byko bætast í hluthafahópinn Fjárfestingareignir Kaldalóns jukust um 61 prósent á fyrri árshelmingi og hagnaður fasteignafélagsins, sá mesti frá upphafi, nam rúmlega 1.420 milljónum sem samsvarar 33 prósenta arðsemi á ársgrundvelli. Með samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Hafnargarðs ehf., sem á fasteign að Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík sem er 12.300 fermetrar að stærð, mun fasteignafélag í eigu Norvik bætast í eigendahóp Kaldalóns og verða annar stærsti hluthafinn. 23.8.2022 10:53
Stjórn skipuð af ríkinu ekki líkleg til að „rugga bátnum“ hjá Íslandsbanka „Stöðugleiki og stefnufesta“ hefur einkennt rekstur Íslandsbanka frá því að hann var skráður á markað í júní á síðasta ári. Afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi, þar sem hann hagnaðist um 5,9 milljarða og arðsemi eiginfjár nam 11,7 prósentum, var örlítið yfir væntingum en annars kom fátt á óvart í uppgjörinu. 18.8.2022 18:01
Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18.8.2022 09:05
Mögulega minna eftir af vaxtahækkunarferli Seðlabankans en var áður óttast Vísbendingar um að mjög sé að hægja á verðhækkunum á íbúðamarkaði eru fyrstu merki þess aðgerðir Seðlabankans séu farnar að bíta fast sem gæti þýtt að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni taka að hjaðna nokkuð í kjölfarið, að mati hagfræðinga. 17.8.2022 18:14
Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár. 17.8.2022 09:27
Skiptir mestu að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður Símans Það sem skiptir mestu í rekstri Símans þessi misserin er að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður og stærsti hluthafi fjarskiptafélagsins. Gangi viðskiptin eftir má vænta þess að boðað verði til hluthafafundar í haust þar sem sagt verði frá því hvernig til standi að ráðstafa söluandvirðinu á Mílu sem hefur nú þegar lækkað um fimm milljarða frá því sem fyrst var samið um við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian. 15.8.2022 09:57
Sjóður í Abú Dabí að kaupa hlut Íslendinga í Edition-hótelinu fyrir 22 milljarða Einn af þjóðarsjóðum furstadæmisins Abú Dabí, ADQ, er langt kominn í viðræðum um að kaupa ríflega 70 prósenta eignarhlut félags í eigu íslenskra fjárfesta, sem er að stórum hluta lífeyrissjóðir, í Marriott Edition-lúxushótelinu í Austurhöfn. 11.8.2022 06:31
Stærsta innviðasala Íslandssögunnar hangir á bláþræði Kaupin á Mílu eru um margt prófsteinn á það hvort erlendir langtímafjárfestar megi – hafi þeir á annað borð áhuga á með hliðsjón af flækjustiginu sem því oft fylgir – eiga í alvöru viðskiptum hér á landi þar sem ekki er verið að tjalda til einnar nætur, heldur áratuga, líkt og er ætlun Ardian. Þessa dagana erum við fá að svarið við þeirri spurningu. 9.8.2022 15:47
Hækkar verðmat á Arion og segir efnahagsumhverfið „vinna með bankastarfsemi“ Uppgjör Arion banka á öðrum ársfjórðungi, þar sem félagið skilaði rúmlega 9,7 milljarða króna hagnaði, var „allt samkvæmt áætlun“ en afkoman litaðist mjög af erfiðum aðstæðum á hlutabréfamörkuðum en á móti var yfir sex milljarða hagnaður af sölu eigna á fjórðungum. 8.8.2022 09:39
Archer kaupir helmingshlut í Jarðborunum fyrir um 1.100 milljónir Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50 prósent hlutafjár í Jarðborunum fyrir 8,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1.110 miljónir íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, félag í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis sem átti fyrir söluna rúmlega 80 prósenta hlut og aðrir innlendir hluthafar. 8.8.2022 08:36