Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Arcti­ca hagnaðist um 420 milljónir þrátt fyrir erfiðar markaðs­að­stæður

Þóknanatekjur Arctica Finance jukust um liðlega 14 prósent á árinu 2022, sem einkenndist af erfiðum markaðsaðstæðum þar sem bæði hlutabréf og skuldabréf lækkuðu í verði, og námu samtals 1.222 milljónum króna. Þá jókst hagnaður verðbréfafyrirtækisins talsvert á milli ára og var afkoman sú næst besta í sögu þess.

Verð­bólgu­á­lagið togast niður og um leið væntingar um topp vaxta­hækkana

Snörp gengisstyrking krónunnar síðustu daga, meðal annars drifin áfram af fjármagnsinnflæði, og væntingar um að verðbólgan sé búin að toppa hefur togað verulega niður verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og um leið aukið trúverðugleika Seðlabankans í aðgerðum sínum. Þótt óvissan um framhaldið sé enn mikil, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði, þá gera fjárfestar nú ráð fyrir að vaxtahækkunarferli bankans ljúki fyrr en áður var talið.

Stilla upp ráð­gjöfum fyrir við­ræður um stærsta sam­runa Ís­lands­sögunnar

Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins.

Ís­lensk fé­lög með innlán upp á hundruð milljóna í SVB þegar bankinn féll

Nokkur íslensk fyrirtæki áttu innistæður, sem námu að lágmarki nokkur hundruðum milljóna króna, í Silicon Valley Bank (SVB) þegar bankinn varð gjaldþrota fyrr í þessum mánuði. Miklar hræringar á alþjóðlegum bankamarkaði hafa orðið til þess að íslensk fyrirtæki hafa flutt gjaldeyrisinnistæður frá erlendum bönkum yfir til íslensku bankanna á undanförnum dögum og vikum. 

Vill „rífa í hand­bremsuna“ og koma ein­mana seðla­banka­stjóra til hjálpar

Formaður Viðreisnar leggur til ráðningarbann hjá hinu opinbera til að koma böndum á verðbólgu og talar fyrir útgjaldareglu ríkisins svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Hún segir Viðreisn hafa lengi bent á að útgjöld ríkissjóðs væru of mikil en ekki sé hægt að breyta fortíðinni. Nú þurfi allir að leggjast á árarnar til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs - þingheimur og vinnumarkaður. Ekki sé hægt að skilja seðlabankastjóra einan eftir í súpunni.

For­stjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg

Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“

Bankanum liggur á að „sýna fram á árangur“ fyrir næstu kjara­samninga

Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti um eina prósentu, umfram væntingar markaðsaðila, virðist hafa grundvallast á þeirri sýn nefndarinnar að það væri betra að „rífa plásturinn af“ með stóru skrefi áður en aðrir seðlabankar skipta hugsanlega um gír vegna óróa á erlendum mörkuðum, að sögn aðalhagfræðings Arion banka. Hún gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir rýr svör um framvirka leiðsögn og segir sumpart misvísandi skilaboð hans og varaseðlabankastjóra mögulega til marks um „togstreitu“ innan peningastefnunefndar.

Verðum í „varnar­bar­áttu“ meðan við erum að ná niður verð­bólgunni

Engin „sársaukalaus leið“ er í boði til að vinna bug á verðbólgunni, sem útlit er fyrir að verði meiri á næstunni en áður var spáð, og á meðan því stendur þarf fólk að horfast í augu við þá staðreynd að framundan er „varnarbarátta,“ að sögn seðlabankastjóra. Þrátt fyrir að vöxturinn í hagkerfinu sé búinn að vera „heilbrigður“ að hans mati, sem endurspeglast í lítilli skuldsetningu einkageirans, þá sé núna nauðsynlegt að reyna að hemja hann með því að gera fjármagnskostnað fyrir heimili og fyrirtæki dýrari.

Hækkar vexti um eina prósentu og út­lit fyrir meiri verð­bólgu en áður var spáð

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti bankans um eina prósentu – úr 6,5 prósentum í 7,5 prósent – samhliða auknum verðbólguþrýstingi og segir að við þessar aðstæður sé „mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags.“ Vaxtahækkunin, sem er sú tólfta í röð, var heldur meiri en flestir greinendur og markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um.

Sjá meira