Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Mikil ó­vissa“ um hvað Al­vot­ech þarf að gera til að fá grænt ljós frá FDA

Áform Alvotech um að fara inn á Bandaríkjamarkað um mitt þetta ár eru í hættu vegna óvissu um hvenær FDA mun veita félaginu markaðsleyfi, að sögn erlendra greinenda, en skiptar skoðanir eru hvaða áhrif það kann að hafa – DNB lækkar verðmat sitt á félaginu en mælir enn með kaupum á meðan Citi segir fjárfestum að selja – og sumir álíta að tafir um einhverja mánuði muni ekki hafa mikil áhrif á markaðshlutdeild fyrirtækisins á árunum 2024 og 2025. Á óformlegum upplýsingafundum með innlendum fjárfestum hafa lykilstjórnendur Alvotech aðspurðir tekið fyrir þann möguleika að þörf verði á því á næstunni að sækja aukið hlutafé út á markaðinn.

FDA stað­festir að það sé enn með svar­bréf Al­vot­ech „til skoðunar“

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur staðfest við Alvotech að eftirlitið sé ekki enn búið að yfirfara að fullu ítarlegt svar sem íslenska líftæknifélagið sendi eftirlitinu í upphafi mánaðarins vegna ábendinga sem voru gerðar eftir endurúttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins. Eftir að hafa hrunið í verði um þriðjung á tveimur viðskiptadögum hækkaði gengi bréfa Alvotech um liðlega átta prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 

Anna Þor­björg hættir hjá Fossum fjár­festingar­banka

Anna Þorbjörg Jónsdóttir, sem hefur starfað hjá Fossum fjárfestingarbanka frá árinu 2016 og byggt upp eignastýringarsvið félagsins, er hætt störfum hjá bankanum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en í liðnum mánuði hafði verið greint frá því að hún ætti að taka við stöðu framkvæmdastjóra nýs lánasviðs Fossa. Vænta má þess að draga muni til tíðinda á næstu dögum í viðræðum um fyrirhugaðan samruna Fossa og VÍS.

FDA skaut fjár­festum í Al­vot­ech niður á jörðina og ó­vissa um fram­haldið

Skilaboð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) til Alvotech, sem gerir enn athugasemdir við  framleiðsluaðstöðu þess og setur áform um að hefja sölu á stærsta lyfi fyrirtækisins vestanhafs um mitt ár mögulega í uppnám, skutu fjárfestum skelk í bringu fyrir helgi og yfir hundrað milljarðar þurrkuðust út af markaðsvirði félagsins á einum viðskiptadegi – og felldi það um leið úr sessi sem hið verðmætasta í Kauphöllinni. Talsverð óvissa er um næstu skref en væntingar Alvotech, sem álíta athugasemdir FDA vera smávægilegar, eru að hægt verði að ljúka málinu fyrir tilsettan tíma í lok júní án þess að það kalli á þriðju úttektina af hálfu eftirlitsins á verksmiðju félagsins hér á landi.

Mats­fyrir­tækin „ekki mjög ör­lát“ í ein­kunna­gjöf sinni á ís­lenska ríkið

Umrót og krefjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu misseri hefur undirstrikað vel að efnahagslegur styrkleiki íslenska hagkerfisins er meiri heldur en endurspeglast í lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, að mati eins af stjórnendum Seðlabankans, sem telur að ríkið muni bráðlega skoða að ráðast í erlenda skuldabréfaútgáfu. Framkvæmdastjóri hjá Barclays tekur í svipaðan streng og segir að lánshæfiseinkunn íslensku bankanna ætti „líklega“ að vera hærri en hún er um þessar mundir.

Hvetur hluthafa að tryggja að bankinn geti boðið „sam­keppnis­hæf“ starfs­kjör

Bankastjóri Landsbankans brýnir hluthafa, þar sem íslenska ríkið er fyrirferðarmest með 98 prósenta hlut, og bankaráð að „sjá til þess“ að bankinn sé samkeppnishæfur þegar kemur að kjörum starfsfólks. Forsvarsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) gagnrýndu hvernig staðið var að kjaraviðræðum við bankastarfsmenn fyrr í vetur á nýlega afstöðnum aðalfundum Íslandsbanka og Landsbankans og varaformaður samtakanna sagði mikilvægt að koma á fót kaupaukakerfi hjá Íslandsbanka.

Al­vot­ech fær enn ekki grænt ljóst frá FDA fyrir sitt stærsta lyf í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segist ekki geta veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, þar til búið sé að bregðast „með fullnægjandi hætti“ við ábendingum sem FDA gerði í kjölfar úttektar á framleiðsluaðstöðu íslenska fyrirtækisins sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Áform félagsins hafa gert ráð fyrir að hefja sölu á lyfinu vestanhafs um mitt þetta ár í samstarfi við Teva en hlutabréfaverð alþjóðlega lyfjarisans hefur lækkað um rúmlega 9 prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir að greint var frá athugasemdum FDA.

Norski olíu­sjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í ís­lenskum ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.

Seðla­banka­stjóri segir þörf á betri upp­lýsingum um gjald­eyris­markaðinn

Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið.

Niður­færsla á í­búða­bréfum dró veru­lega niður af­komu VR í fyrra

Rúmlega fimm prósenta neikvæð nafnávöxtun var af um 13 milljarða króna verðbréfasafni VR á síðasta ári sem varð þess valdandi að heildarafkoma stéttarfélagsins var undir núllinu. Þar munaði talsvert um að VR var með um fjórðung allra verðbréfaeigna sinna í íbúðabréfum sem þurfti að færa nokkuð niður að markaðsvirði eftir að stjórnvöld boðuðu síðasta haust að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samninga við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans. 

Sjá meira