Stækkað stöðu sína í Íslandsbanka um nærri milljarð eftir sátt bankans við FME Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur verið umsvifamestur meðal stærri hluthafa Íslandsbanka að auka við hlutabréfastöðu sína dagana eftir að bankinn tilkynnti í lok júní um sátt við fjármálaeftirlitið, sem fól í sér hæstu sektargreiðslu fjármálafyrirtækis í Íslandssögunni, vegna brota á lögum og innri reglum við sölu á hlutum í sjálfum sér í fyrra. Lífeyrissjóðurinn stækkaði eignarhlut sinn samhliða því að hlutabréfaverð Íslandsbanka fór lækkandi. 20.7.2023 11:47
Marel klárar samning um stórt nautakjötsverkefni í Mexíkó Fyrr í þessum mánuði gekk Marel frá samningi við mexíkóska fyrirtækið Loneg um stórt verkefni (greenfield) við uppbyggingu á kjötvinnslu þar í landi. Hlutabréfaverð Marels, sem hefur verið undir þrýstingi til lækkunar síðustu vikur, hefur rokið upp um liðlega tíu prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum. 20.7.2023 08:24
Stærsti fjárfestirinn bætir við sig í Sýn fyrir nærri hundrað milljónir Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, stærsti fjárfestirinn í hluthafahópi Sýnar, hefur bætt við sig hlutum í félaginu í fyrirtækinu fyrir nálægt hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Tveir hópar einkafjárfesta, sem fara með meirihluta í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, eiga núna orðið samanlagt rétt rúmlega 30 prósenta hlut í Sýn. 19.7.2023 09:06
Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. 18.7.2023 12:11
Einn stærsti hluthafinn seldi um fjórðung bréfa sinna í Controlant Fjárfestingafélagið Kaskur, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Controlant frá árinu 2017 og er í eigu Inga Guðjónssonar, losaði um meira en fjórðung alls eignarhlutar síns í hinu ört vaxandi íslenska hátæknifyrirtæki á árinu 2022. Áætla má að söluandvirði bréfanna hafi verið samanlagt um liðlega einn milljarður króna. 17.7.2023 10:47
Hætta á skammsýni þegar öllu fjármagni framtakssjóða er stýrt frá Reykjavík Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu minna en samanlagt tveggja prósenta hlut þegar yfir 170 milljarða yfirtökutilboð var gert í Kerecis fyrir um viku, hafa útvistað slíkum fjárfestingum að mestu til framtaks- og vísissjóða, segir framkvæmdastjóri Birtu. Í ítarlegu viðtali við Innherja ræðir hann meðal annars hvað skýri einkum fjarveru sjóðanna í hluthafahópi Kerecis og nefnir að þótt það hefði verið ánægjulegt að sjá Kerecis skráð á markaðinn hér heima þá þurfi líka að „fagna því“ að erlent fjármagn leiti til landsins í svo stórar beinar fjárfestingar. 14.7.2023 10:26
Hagnaður Arion banka ætti að tvöfaldast á grunni sterkra vaxtatekna Væntingar eru um að afkoma stóru viðskiptabankanna í Kauphöllinni verði umfram arðsemismarkmið þeirra á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir að erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum hafi enn neikvæð áhrif á fjármunartekjurnar. Þar munar mestu um kröftugan vöxt í vaxtatekjum, stærsti tekjupóstur Arion banka og Íslandsbanka, en útlit er fyrir að hagnaður Arion af reglulegri starfsemi muni meira en tvöfaldast frá fyrra ári, samkvæmt spám hlutabréfagreinenda. 13.7.2023 13:19
Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13.7.2023 07:44
Krónan styrkist samhliða því að hægt hefur á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Heldur hefur hægt á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða á fyrstu mánuðum ársins eftir verulegt umfang þeirra á seinni árshelmingi 2022. Miklar verðhækkanir á erlendum eignamörkuðum hefur vegið á móti gengisstyrkingu krónunnar og því hefur hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna aukist nokkuð frá áramótum. 12.7.2023 09:14
Sæbýli klárar 400 milljóna útboð og áformar frekari vöxt Fyrirtækið Sæbýli, sem ræktar sæeyru á Suðurnesjum, hefur sótt sér 400 milljónir króna eftir að hafa lokið við hlutafjárútboð sem var beint að innlendum fjárfestum. Stjórnarformaður Sæbýlis, sem er að stórum hluta í eigu Eyris, segir að næsta skref verði að færa félagið frá því að vera í frumkvöðlastarfsemi yfir í að vera „mjög arðsöm eining“ í matvælaframleiðslu. 12.7.2023 07:05