Hagnaður Stefnis jókst um þriðjung þótt eignir í stýringu hafi minnkað Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði hagnaði á fyrri árshelmingi upp á tæplega 707 milljónir króna og jókst hann um liðlega 33 prósent frá sama tíma fyrir ári samhliða „krefjandi“ fjárfestingarumhverfi. Nettó innlausnir í stærsta almenna hlutabréfasjóði landsins námu samtals um einum milljarði en talsverðar verðlækkanir einkenndu innlendan hlutabréfamarkað á tímabilinu. 16.8.2023 17:23
Sjóðir Stefnis selja nærri helming bréfa sinna í Stoðum Tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, minnkuðu stöðu sína í fjárfestingafélaginu Stoðum um tæplega helming á fyrstu mánuðum þessa árs. Sjóðastýringarfélagið hafði áður verið um nokkurt skeið næst stærsti hluthafinn í Stoðum með yfir tíu prósenta hlut þegar mest var. 15.8.2023 10:55
Stefán tekur við varaformennsku í stjórn Íslandsbanka Stefán Pétursson, sem var fjármálastjóri Arion banka í meira en áratug, hefur verið gerður að varaformanni stjórnar Íslandsbanka í kjölfar niðurstöðu hluthafafundar félagsins í lok síðasta mánaðar. Helga Hlín Hákonardóttir, sem kom sömuleiðis ný inn í stjórn Íslandsbanka, mun taka við sem formaður áhættunefndar bankans. 14.8.2023 18:59
Félagið InfoCapital með helmingshlut í nýjum fagfjárfestasjóði Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, sem seldi meirihluta sinn í upplýsingatæknitæknifyrirtækinu CreditInfo með um tíu milljarða hagnaði, er langsamlega stærsti hluthafinn í fagfjárfestasjóðnum Seiglu, nýjum sjóði sem hóf starfsemi í fyrra og var með eignir í stýringu upp á liðlega 600 milljónir. 14.8.2023 17:45
Forstjóri Stoða gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum Forstjóri eins stærsta fjárfestingafélagsins landsins gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum og segir ríkisstjórnina virðast vera sátta með að fylgja þeirri stefnu að vona að „þetta reddist“ þótt ljóst sé að ekki er til næg orka í kerfinu. Hann vonar að jákvæð viðbrögð stjórnmálamanna við sölunni á Kerecis marki „vitundarvakningu“ um mikilvægi erlendrar fjárfestingar sem sé forsenda þess að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar meðan lífeyrissjóðirnir horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum. 13.8.2023 12:10
Vægi skráðra hlutabréfa VÍS helmingast á tveimur árum VÍS skilaði hagnaði upp á rúmlega 840 milljónir á öðrum fjórðungi sem má rekja til þess að virði eignarhlutar tryggingafélagsins í Kerecis var fært upp um liðlega 100 prósent vegna sölunnar til Coloplast. Félagið fjárfesti í ótryggðum skuldabréfum á Arion banka í erlendri mynt á fjórðungnum þar sem það taldi álagið á bréfin vera orðið „óhóflega hátt.“ 11.8.2023 12:06
Vantrú fjárfesta á fyrirætlunum stjórnenda Kviku er mikil, segir forstjóri Stoða Einn stærsti hluthafi Kviku banka segir það hafa verið „vonbrigði“ að fallið var frá viðræðum um samruna við Íslandsbanka enda sé mikilvægt að ná fram meiri hagræðingu í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækja, einkum þeirra smærri. Að mati Stoða er samanlagt virði einstaka eininga Kviku nú „mun hærra“ en markaðsvirði samstæðunnar og brýnir forstjóri fjárfestingafélagsins stjórnendur bankans til að „skoða allar leiðir“ hvernig megi vinna úr þeim verðmætum. 10.8.2023 16:54
Verðmæti Blikastaðalandsins „ótrúlega hátt hlutfall“ af markaðsvirði Arion Forstjóri Stoða furðar sig á því hversu lítinn gaum fjárfestar virðast gefa fyrir þau „gríðarlegu verðmæti“ sem felast í Blikastaðalandinu fyrir Arion en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segir verðlækkanir og óróa á innlendum mörkuðum á árinu „nær eingöngu“ skýrast af neikvæðum fréttum af Marel og Alvotech, tveimur verðmætustu félögunum í Kauphöllinni. 10.8.2023 12:56
Innflutningur þotueldsneytis frá Indlandi aukist hröðum skrefum Viðskiptaþvinganir Vesturveldanna gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í ársbyrjun 2022 hafa valdið mikilli uppstokkun í viðskiptum með hrávörur á alþjóðamörkuðum, meðal annars í kaupum Íslendinga á þotueldsneyti, að sögn hagfræðings. Hlutdeild fyrri birgja, sem voru einkum Bandaríkin, Bretland og Noregur, hefur þannig fallið hratt á sama tíma og Indland er farið að sjá Íslandi fyrir um fjórðungi alls þess þotueldsneytis sem var flutt til landsins á einu ári. 10.8.2023 06:00
Spáir yfir 15 prósenta arðsemi hjá Arion og hækkar verðmat á bankann Útlit er fyrir að Arion banki muni skila vel yfir 15 prósent arðsemi á eigið fé á árinu 2023 á grunni væntinga um hærri vaxtamun og meiri vaxtatekna en áður var spáð, að mati hlutabréfagreinenda, sem varar samt við því að virðisrýrnun útlána eigi eftir að aukast talsvert á næstunni. Verðmat bankans hefur verið hækkað nokkuð en uppgjör Arion á öðrum ársfjórðungi, sem var lítillega yfir spám greinenda, er sagt hafa verið „drullufínt.“ 4.8.2023 12:08
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent