Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Met slegið í verðtryggðum íbúðalánum bankanna annan mánuðinn í röð

Talsvert hefur hægt á útlánavexti bankanna til atvinnulífsins á undanförnum þremur mánuðum samhliða hækkandi fjármagnskostnaði en meðalvextir óverðtryggðra fyrirtækjalána voru farnir að nálgast tólf prósent fyrr í sumar. Á sama tíma er ekkert lát á tilfærslu heimila úr óverðtryggðum íbúðalánum yfir í verðtryggð en annan mánuðinn í röð var met slegið í nýjum verðtryggðum lánum bankanna með veði í íbúð.

Þurfum „stóran“ forða og segir eðlilegt að ríkið gefi reglulega út bréf erlendis

Það er mikilvægt fyrir Ísland að halda úti „stórum“ gjaldeyrisvaraforða en sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hann minnkað talsvert á skömmum tíma og er nú aðeins lítillega yfir þeim viðmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett. Hægt væri að styrkja forðann með lántöku ríkissjóðs í erlendri mynt en eðlilegt er að íslenska ríkið gefi reglulega út slík skuldabréf, að sögn seðlabankastjóra.

Hagnaður Kviku eigna­stýringar minnkaði um nærri tvo þriðju milli ára

Afkoma Kviku eignastýringar, sem er í eigu samnefnds banka, versnaði verulega á fyrstu sex mánuðum ársins frá fyrra ári samhliða erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Samanlagður hagnaður fjögurra stærstu sjóðastýringarfélaga landsins minnkaði um liðlega tíu prósent á tímabilinu.

Líf­eyris­sjóðir halda svipuðum takti í gjald­eyris­kaupum og í fyrra

Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi aukið nokkuð við fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum yfir sumarmánuðina samhliða auknu innflæði gjaldeyris til landsins vegna mikils fjölda ferðamanna þá styrktist gengi krónunnar stöðugt á tímabilinu. Hrein gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna jukust um liðlega fimmtán prósent á fyrstu átta mánuðum ársins en flestir sjóðir eru hins vegar enn talsvert fjarri innri viðmiðum um hlutfall gjaldeyriseigna af heildareignum sínum.

Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Land­eldi og eignast yfir helmingshlut

Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni.

„Mun taka tíma“ að byggja upp heima­markað fyrir ó­tryggðar út­gáfur bankanna

Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum.

Seðla­bankinn segir stöðu lán­tak­enda „á heildina litið“ vera góða

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum samhliða erfiðari fjármálaskilyrðum, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og með skuldabréfaútgáfum bankanna að undanförnu hefur dregið úr endurfjármögnunaráhættu þeirra í erlendri mynt. Þá virðist staða lántakenda á „heildina litið“ vera góð.

Blackrock eignast yfir fimmtungs­hlut eftir niður­fellingu á milljarða skuldum

Bandaríski sjóðastýringarrisinn BlackRock eignaðist meira en fimmtungshlut af útgefnu almennu hlutafé Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, gegn eftirgjöf skulda upp á nærri fjóra milljarða þegar endurskipulagning á fjárhag íslenska fyrirtækisins var kláruð í sumar. BlackRock er í hópi ráðandi hluthafa sem geta beitt neitunarvaldi ef til stendur meðal annars að selja fyrirtækið eða gefa út nýja hluti sem verðmetur það á undir jafnvirði 25 milljarða króna.

Metur Amaroq á 36 milljarða og segir fé­lagið vera í „ein­stakri stöðu“

Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024.

Aukinn vaxta­munur hefur ekki ýtt undir inn­flæði fjár­magns í ríkis­bréf

Miklar hækkanir á vöxtum Seðlabankans vegna þrálátrar verðbólgu og mikilla verðbólguvæntinga hefur valdið því að skammtímavaxtamunur Íslands gagnvart stærstu myntsvæðum heimsins hefur sjaldan verið meiri um langt skeið. Þrátt fyrir að vaxtamunurinn hafi meðal annars liðlega tvöfaldast á móti Bandaríkjunum frá áramótum hefur það ekki haft í för með sér innflæði fjármagns í ríkisbréf svo neinu nemur. 

Sjá meira