Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1.2.2022 12:35
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1.2.2022 11:17
31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1.2.2022 10:00
Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1.2.2022 08:55
Heimilar veiðar á 1.021 dýri Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að heimila veiðar á 1.021 hreindýri; 546 kúm og 475 törfum. Um er að ræða 199 færri dýr en á síðasta tímabili en ástæðan er fyrst og fremst óvissa um talningu vegna veðurskilyrða og tilfærslu dýra milli svæða á talningartímum. 1.2.2022 07:56
Goldberg vekur reiði með ummælum um Helförina Leikkonan og sjónvarpsþáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum með því að staðhæfa í spjallþættinum The View á ABC að Helförin hefði ekki snúist um ólíka kynþætti. 1.2.2022 07:30
Marta íhugar að fara fram gegn Hildi Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, liggur nú undir feldi og íhugar að bjóða sig fram í oddvitasætið í Reykjavík. Ef af verður fer hún fram gegn Hildi Björnsdóttur, sem skipaði annað sætið á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 1.2.2022 06:24
Varð vitni að því þegar menn reyndu að spenna upp hurð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í hverfi 110 í gærkvöldi en sá sem hringdi inn varð vitni að því þegar tveir menn reyndu að spenna upp hurð að fyrirtæki. 1.2.2022 06:05
Hyggja á hótelrekstur í Herkastalanum og mathöll í Kaffi Reykjavík Íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki hefur keypt Herkastalann svokallaða við Kirkjustræti 2 og hyggst reka þar hótel og veitingastað. Húsið verður endurnýjað „í samræmi við nútímakröfur“ en haldið í upprunalegt útlit og skipulag. 31.1.2022 12:57
Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31.1.2022 12:38