Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða

Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum.

Vaktin: Telur ýmislegt benda til þess að Rússar séu á eftir áætlun

Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður.

Rússar hafa náð Kherson á sitt vald

Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir.

Orms­son laust úr skamma­krók Neyt­enda­sam­takanna

Neytendasamtökin hafa tekið Ormsson af listanum yfir þá „svörtu sauði“ sem ekki hafa hlýtt niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Nýir eigendur tóku við fyrirtækinu í fyrra og hafa gert upp umrætt mál.

Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti.

Íslendingur í Kænugarði segir ýmis vandamál virðast plaga Rússa

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem búsettur er í Kænugarði, segir síðasta sólahring hafa verið nokkuð rólegan í borginni, fyrir utan tvær stórar sprengingar í gær þar sem ráðist var á sjónvarpsturn annars vegar og minnisvarða um Helförina hins vegar.

Sjá meira