Vilja breyta aðalskipulagi til að fjölga lóðum í Hvammsvík um 25 Til stendur að fjölga lóðum í Hvammsvík í Kjósarhreppi um 25 en framkvæmdirnar kalla á breytingar á aðalskipulagi á svæðinu. Landeigendur eru Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air og móðir hans Anna Skúladóttir, í gegnum félagið Flúðir ehf. 15.7.2022 07:28
Sjö ára drengur bitinn af hundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. 15.7.2022 06:53
Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. 15.7.2022 06:23
Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14.7.2022 12:49
Bill Gates heitir því að detta af listanum yfir auðugustu menn heims Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Bill Gates hefur heitið því enn og aftur að gefa auðæfi sín og segist stefna að því að detta af listum yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Eins og stendur er hann í fjórða sæti, á eftir Elon Musk, Jeff Bezos og Bernard Arnault og fjölskyldu. 14.7.2022 10:51
Annað barn á leiðinni hjá Kardashian og Thompson Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian á von á öðru barni með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Samkvæmt erlendum miðlum var barnið getið í nóvember á síðasta ári en staðgöngumóðir gengur með það. 14.7.2022 08:52
550 höfða mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna 550 konur hafa höfðað mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna á vegum fyrirtækisins. Glæpirnir sem ökumennirnir eru sagðir hafa framdir eru meðal annars mannrán, nauðganir, kynferðisofbeldi og áreitni. 14.7.2022 08:28
Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14.7.2022 07:23
Kýldi vagnstjóra í andlitið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 21.30 í gærkvöldi þegar „ósáttur viðskiptavinur“ kýldi vagnstjóra í andlitið. Ekkert fleira stendur um atvikið í dagbók lögreglu en það átti sér stað í póstnúmerinu 109. 14.7.2022 06:54
Vill Landspítalann af fjárlögum og fá greitt fyrir veitta þjónustu Það þarf að einfalda stjórnskipulag Landspítalans og breyta því hvernig hann er fjármagnaður, segir Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans og forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. 14.7.2022 06:39