Níu létust í umferðinni, fjórir í flugslysi og tveir á sjó Níu létust í umferðinni á árinu sem er að líða, fjórir í flugslysi og tveir á sjó. 29.12.2022 07:14
Baldvin kaupir erlenda starfsemi Samherja Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Öldu Seafood í Hollandi og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hefur keypt Öldu af Samherja Holding. Alda Seafood hefur haldið utan um erlenda starfsemi Samherja í Evrópu og Norður-Ameríku frá 2018. 29.12.2022 06:42
Fimm ára barn sat óbeltað í kjöltu móður sinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar í gær þar sem of margir farþegar voru í bílnum. Umrædd bifreið tekur aðeins tvo farþega en þrír voru í bifreiðinni. Umframfarþeginn var fimm ára barn, sem sat í fangi móður sinnar. 29.12.2022 06:29
Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28.12.2022 08:26
Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28.12.2022 07:38
34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. 28.12.2022 07:06
Brúneggjabræður áfrýja dómnum í málinu gegn RÚV og MAST Bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir hyggjast áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli þeirra gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun til Landsréttar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Viðar Lúðvíksson. 28.12.2022 06:45
Eldur í íbúðarhúsnæði og eldsneytisþjófnaður meðal verkefna lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um eld í íbúðarhúsnæði. Mikið tjón varð á íbúðinni en ekkert á mönnum. 28.12.2022 06:17
„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“ „Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye. 27.12.2022 08:12
Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27.12.2022 07:36