Reyndi að bíta lögreglumenn og hótaði þeim lífláti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna einstaklings sem var að hoppa ofan á bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla handtók viðkomandi og flutti á lögreglustöð en sá reyndi að bíta lögreglumennina af sér auk þess að hóta þeim lífláti. 16.1.2023 06:17
Helgi Jensson hefur störf sem lögreglustjóri á Vestfjörðum Helgi Jensson hefur hafið störf sem lögreglustjóri á Vestfjörðum. Hann er skipaður í starfið frá 1. janúar 2013 en tilkynning var gefin út um skipunina fyrir jól, þar sem greint var frá því að hann hefði verið valinn úr hópi sex umsækjenda. 13.1.2023 11:50
Sérfræðingar segja 900 milljónir Kínverja hafa fengið Covid-19 Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Peking University hafa um það bil 900 milljónir manns í Kína smitast af Covid-19. Þá er áætlað að um það bil 64 prósent íbúa landsins séu nú með veiruna. 13.1.2023 10:29
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13.1.2023 09:03
Sálfræðingar gagnrýna auglýsingu um „hugræna endurforritun“ „Það er mjög mikilvægt að almenningur sé gagnrýninn á það hver meðferðaraðilinn er. Og hann á að spyrja: Er meðferðaraðilinn heilbrigðisstarfsmaður? Því ef eitthvað fer illa og þér líður ef til vill verr eftir meðferð, þá er ekkert hægt að gera í því.“ 13.1.2023 07:49
Nýr sameinaður fjölmiðill ber heitið „Heimildin“ Heimildin, nýr fjölmiðill, fór í loftið í morgun en hann er afsprengi sameiningar Kjarnans og Stundarinnar. „Þér er hér með boðið með í þetta ferðalag, sem er vonandi rétt að hefjast,“ segir í fyrsta leiðara miðilsins. 13.1.2023 07:36
Lærði fljótt að Sólveig „hafði rétt fyrir sér“ Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri, gengu út hjá félaginu í október 2021 fékk Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, óumbeðna kennslustund frá Viðari um það hvernig hún ætti að haga sér sem nýr varaformaður. 13.1.2023 07:15
Ölvun og átök á veitingastöðum borgarinnar Lögregla var tvisvar kölluð til í miðborginni í gær vegna einstaklinga sem voru með vesen á veitingastöðum. Í öðru tilvikinu aðstoðaði lögregla við að vísa manni út vegna ölvunarástands og í hinu var öðrum manni fylgt út vegna „óspekta“. 13.1.2023 06:51
Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13.1.2023 06:16
Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12.1.2023 12:36