Að minnsta kosti fimm börn getin með stolnu sæði Læknir á sjúkrahúsinu í Halmstad í Svíþjóð tók sæði frá mönnum sem höfðu skilað inn sýnum vegna frjósemisrannsókna og notaði til að gera konur þeim ókunnugar þungaðar. Frá þessu var greint í Uppdrag granskning fyrir helgi. 14.3.2023 13:15
„Afbrigðilegt“ kuldakast og fordæmalaust frá 1951 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir kuldakastið síðustu daga „afbrigðilegt“ og fordæmalausir frá 1951. Útlit er fyrir að morgundagurinn verði tíundi dagurinn í röð þar sem hitinn í Reykjavík fer ekki yfir frostmark. 14.3.2023 11:12
Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14.3.2023 10:21
Tveir látnir í Kanada eftir að ekið var á gangandi vegfarendur Tveir menn eru látnir og níu særðir eftir að pallbíl var ekið á gangandi vegfarendur í bænum Amqui, norður af borginni Quebec, í Kanada. Lögregla hefur handtekið 38 ára ökumann bifreiðarinnar og verið er að rannsaka hvort hann ók viljandi á fólkið. 14.3.2023 07:22
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14.3.2023 06:49
Fyrsta verkefni Daníelana var myndband við lag FM Belfast Fáir vita að þeir Daniel Scheinert og Daniel Kwan, sem í fyrradag uppskáru ríkulega á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir mynd sína Everything Everywhere All at Once, byrjuðu í tónlistarmyndböndum. 14.3.2023 06:12
Slagurinn harðnar og bæði saka hitt um ósannindi og óhróður Enn harðnar kosningabaráttan um formannsstólinn hjá VR en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur verið sakaður um að standa fyrir áróðursherferð gegn Höllu Gunnarsdóttur, sem býður sig fram til stjórnar. 13.3.2023 12:29
„Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi“ Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið boðið að vera viðstödd krýningu föður hans Karls III Bretakonungs 6. maí næstkomandi en ef marka má heimildarmenn Daily Mail hyggjast meðlimir konungsfjölskyldunnar hunsa þau ef þau mæta. 13.3.2023 11:11
Biden sagður munu leggja blessun sína yfir umfangsmikla olíuborun New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfis Bandaríkjanna að stjórnvöld muni í dag samþykkja umfangsmiklar olíuboranir í Alaska, sem munu mögulega gefa af sér 600 milljón tunnur af hráolíu á 30 ára tímabili. 13.3.2023 10:23
Færri að greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Færri greindust með staðfesta inflúensu í viku níu samanborið við síðustu þrjár vikur. Heildarfjöldi greindra var 38. Þá greindust færri með Covid-19 en hlutfall jákvæðra sýna af var þó svipað og verið hefur. 13.3.2023 08:10